Feykir


Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 11
48/2020 11 Eftirminnilegasta jólagjöfin Kristín Halla Bergsdóttir Grænumýri í Blönduhlíð Pakkinn var sérstakur í laginu Ég á margar góðar minningar um gjafir því mér finnst svo yndislegt þegar fólk tekur sér tíma og velur eitthvað fallegt eða eitthvað með notagildi með mig í huga. Ég á margar góðar barnaminningar um jólagjafir sem ylja þegar líða fer að jólum. Einnig þykir mér einstaklega vænt um gjafirnar frá börnunum mínum. Ein sú gjöf sem allra mest hefur komið mér á óvart var gjöf sem mér barst 1998 þegar ég var 18 ára. Ég átti þá kærasta sem ákvað að senda mér stóra gjöf úr Skagafirðinum, innpakkaða í svartan plastpoka með stórri rauðri slaufu. Pakkinn var svo sérstakur í laginu að ég gat með engu móti áttað mig á innihaldinu, hvað þá norðan af landi. Á Þorláksmessukvöld sat ég og starði á þennan stóra pakka og allt í einu rann það upp fyrir mér..... fiðlukassinn sem mig langaði svo í! Rándýr kassi í besta gæðaflokki og hann var og er sérstakur í laginu. Og ég sem hafði bara keypt handa honum skyrtu! Þessi ágiskun reyndist rétt því í pakkanum var fiðlukassinn góði sem hefur verið mikið notaður síðan og meira að segja dóttirin tekin við að nota þessa „antík”. Og já, kærastanum giftist ég svo tíu árum seinna svo hann heillaði mig greinilega með þessari gjöf. /FE JRJ Jeppaferðir 25 ára Lá beint við að fara að vinna við áhugamálið Fyrirtækið JRJ Jeppaferðir var stofnað þann 16. desember 1995 og eru því nákvæmlega 25 ár liðin frá stofnun þess. Eigandi og stofnandi fyrirtækisins er Jóhann R. Jakobsson sem hefur stýrt því frá upphafi. Feykir náði tali af Jóhanni í því skyni að forvitnast um starfsemi fyrirtækisins og tilurð þess. JRJ Jeppaferðir voru stofnaðar með það að tilgangi að kynna ferða- mönnum Ísland. „Ég hafði rekið JRJ Bifreiða- smiðju frá árinu 1978 til 1995 í Varmahlíð en þá var sú iðngrein að líða undir lok vegna innflutn- ings á fullbúnum bílum,“ segir Jóhann. „Ferða- mennskan er baktería sem fylgdi mér úr föður- húsum. Fyrsta jeppann, rússajeppa, eignaðist ég 17 ára, árið 1967. Þá byrjaði það ævintýri að ferðast fyrir alvöru, hver stund var notuð. Það voru kannski teknar 2–3 vikur á hálendinu að sumarlagi með félögun- um og vetrarferðir inn á Hveravelli, inn í Þórs- mörk og páskaferðir í Öræfasveit, sem voru ógleymalegir túrar. Á þessum tímum voru aðstæður til ferðalaga allt aðrar en í dag. Það er dýr- mætt nesti í reynslu- bankann að hafa kynnst landinu ósnortnu. Á þessum tímum voru fáir Jóhann og Stóri Boris á hlaðinu á Egilsá. Í dag á fyrirtækið þrjá Superjeppa, sjö manna Patrol og tvo Ford Ek, 11 og 14 manna. AÐSENDAR MYNDIR segir að það að geta sýnt ferðamönnum hálendi Íslands séu mikil for- réttindi. „Það tekur tíma að vinna markað í þess- um bransa. Ég ákvað í upphafi að markaðssetja eingöngu á netinu og hef haldið mig við það, vissi að það væri framtíðin í ferðabransanum.“ Rekur einng gistiheimili Jóhann segir að hann hafi snemma farið að bjóða upp á ferðir fyrir Íslend- inga sem hafi verið vel tekið þar sem ekki eigi allir þess kost að ferðast um hálendið á eigin vegum. Í dag býður fyrirtækið upp á fjórar dagsferðir frá Reykjavík og fjórar dagsferðir frá Egilsá og Akureyri. „Við hönnuðum sér ferð fyrir íslenskan markað, há- lendisferð, þar sem farið er úr Skagafirði upp í Laugarfell, um Sprengi- sand, Gæsavatnaleið og Holuhraun í Öskju og Herðubreið og þaðan í Mývatnssveit. Þetta er langvinsælasta ferðin okkar og í júlí á næsta ári verður ferð númer 60 farin.“ JRJ Jeppaferðir bjóða ekki eingöngu upp á ferðalög heldur rekur Jóhann gistiheimili sem hefur verið vel tekið af viðskiptavinum. „Árið 2010 ákvað ég að bæta í og fyritækið flutti starf- semina að Egilsá í Akra- hreppi. Nú er þar Gisti- húsið Himnasvalir sem hefur fengið frábærar viðtökur frá upphafi. Síðasta sumar opnuðum við svo tjaldsvæði. Ennig trússum við gönguhópa um allt land og bjóðum upp á sérferðir fyrir hópa og fyrirtæki eftir þeirra óskum og aðstoðum við skipulagningu. Við lítum björtum augum til fram- tíðarinnar og erum með í undirbúningi að stofna JRJ Ferðaskrifstofu til að eiga meiri tækifæri næstu árin,“ segir Jóhann að lokum. Allar upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins má nálgast á www.jeppaferdir.is og www.jrjsuperjeep.is fyrir erlendan markað. VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Við rætur Hofsjökuls. að ferðast og maður varð bara að bjarga sér ef eitthvað kom fyrir.“ Jóhann segir að þegar hann hafi hætt með bif- reiðasmiðjuna hafi því legið beint við að fara að vinna við áhugamálið og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.