Feykir - 16.12.2020, Blaðsíða 21
48/2020 21
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fyrir nokkru síðan rifjaði ég upp hér í
þættinum nokkurt sýnishorn af kveðskap
Ólafs Bjarnasonar frá Stafni. Urðu margir til
þess á hans tíð að læra kveðskapinn og ýmsir
skrifuðu um hann þætti, þar á meðal Rósberg
G. Snædal í bók sinni, Skáldið frá Elivogum
og fleira fólk. Langar að byrja þáttinn með því
að rifja upp smá sýnishorn af því sem ég kann
af þeim kynlega kveðskap.
Á ferðalagi um Torfalækjarhrepp mun
þessi hafa orðið til um Guðrúnu Jónsdóttur
frá Öxl:
Axlar-Gunna áfram klunnast veginn.
Illa greidd og illa þvegin.
Eins og skata hinum megin.
Um hinn þekkta hesta- og veitingamann,
Pál Sigurðsson sem kenndur var við Forna-
hvamm, var þessi:
Oft Páls-Gráni yfir flána stekkur.
Syndaslána sífellt bar.
Sá oft kjánalegur var.
Um Jón bónda á Brekku í Þingi verður þetta
til:
Jón í Brekku jafnan stekkur veginn.
Fálkanefið hefur hátt.
Hann á kvefið mikið grátt.
Ágúst bóndi á Hofi fær líka sinn skerf:
Gústi á Hofi gömul vofa talin.
Greitt í slarka göngur fer.
Gamli kjarki líkur sér.
Fer þá að verða stutt í Grímstungu og fær
bóndinn þar líka athygli.
Yndisblíður, afbragðsfríður maður.
Lárus greitt í Grímstungu.
Gamall og þreyttur klárhestur.
Mörgu man ég eftir enn af því sem ég lærði
af þessum kviðlingum Ólafs, kannski verður
síðar hægt að rifja fleira upp. Lýk þessari
syrpu með því sem ort var um Ingibjörgu
á Stóra-Vatnsskarði sem þá mun hafa verið
einhleyp.
Vatnsskarðs-Inga viður glingrar pilta.
Fóhornsnefjan furðu slyng.
Fær að tefja í úrtíning.
Gaman að rifja næst upp fjörutíu ára gamlar
vísur og munu þá hafa verið mikil átök á
milli forystumanna Sjálfstæðisflokksins.
Höfundur er Jóhannes Benjamínsson.
Heyrir spár um frama fár
freyra dárann bítur.
Meira en sár, í geði grár
Geir í tárum flýtur.
Fölnar foringinn tæpi,
fegurstu vonirnar brunnar.
Ef að augnaráð dræpi
örendur lægi Gunnar.
Held að það hafi verið á sama tíma, eða
veturinn 1980, sem nokkrar vísur komust
á kreik og höfundur vildi ekki gefa upp
sitt rétta nafn nema upphafsstafi, G.E., svo
magnaðri sendingu beindi hann að krötum.
Vísnaþáttur 774
Falskir krata forkólfar
fjöðrum íhalds, stélið skreyta.
Möppudýra múlálfar
mjög nú þjóðarsómann reyta.
Tel mig vita fyrir víst að þessi höfundur hafi
verið Reykvíkingur og munu næstu tvær
vísur hans hafa verið ortar við ótímabært
andlát ungmennis.
Vonin bjarta verður tál,
varla skarta dómar.
Klökkt er hjarta, kalin sál,
klukkan svarta hljómar.
Eygði móðir ungan hlyn
upp er spratt á vori.
Þó vermi sálar vonar skin,
varla brosa þori.
Margt eldra fólk á því láni að fagna að geta
lifað góðu lífi og hvílst á efri árum. Jón
Hinriksson yrkir svo fallega um það fólk í
næstu vísum.
Manntalsþinga höllin há
herðir sveinum móðinn.
Skemmtifund þeir skoppa á
og skreppa í dans við fljóðin.
Margoft bliknar mannleg kinn
meyja gagnvart brosi.
Af hjarta-níu hertekinn
hnígur spila-gosi.
Andinn lifnar inni þar
ollir fagurmælum.
Nema brjóstin núningar,
nudda pils á hælum.
Þessi lífsins stærstu stig
standa á eðli kviku.
Raular einn og reigir sig
á rifna harmoniku.
Mikið gaman þótti hjá ýmsum frændum
og vinum þegar sá ágæti vinur og læknir
á Akureyri, Pétur frá Höllustöðum, fékk
skilorðsbundinn dóm fyrir óviðeigandi orð
um vaxtarræktarmenn. Svo orti vinnufélagi
hans, Hjálmar Freysteinsson:
Svo Pétur hætti að hrella menn
hentug leið er fundin.
Þó hann sé til í tuskið enn
er tungan skilorðsbundin.
Hákon Aðalsteinsson orti af sama tilefni.
Berjast menn við harðan heim
hreint á einu bretti
dæmt var ónýtt undir þeim
allt í hæstarétti.
Þar sem nú er orðið svo stutt til jóla er
gaman að enda þáttinn með fallegri jóla-
vísu eftir Ingólf Ómar.
Gleði bundin, ást og yl
unaðsfundir skarta.
Vermir lund og hugans hyl
helgistundin bjarta.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Það er fátt sem hefur yljað
manni eins mikið á þessum
skringilegu tímum eins og
rósirnar frá Starrastöðum.
Þær eru hreint út sagt algjört
æði og það sem toppar þetta
allt saman er hversu vel þær
standa eftir að maður kaupir
sér einn til tvo vendi. Sú sem
á heiðurinn að því að koma
þessum fallegu rósum á
markað er hún María
Ingiríður Reykdal.
María hóf rekstur garðyrkju-
stöðvar árið 1985 á Starra-
stöðum í Lýtingsstaðahreppi,
fyrst með pottablóm og af-
skorin blóm en frá árinu 2000
hefur hún eingöngu ræktað
afskornar rósir. Dætur hennar,
Margrét og Stefanía Guðrún
María í blómahafi. AÐSENDAR MYNDIR
UMSJÓN
Sigríður Garðarsdóttir
Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra | Spjallað við Maríu Ingiríði Reykdal
Rósirnar frá Starrastöðum
bræða hjartað
Eyjólfsdætur, hafa svo verið að
taka smám saman við rekstr-
inum eftir að farið var að rækta
rósirnar allt árið um kring
með vaxtarlýsingu.
„Í dag ræktum við gæða-
rósir í ellefu litum og hafa þær
fram að þessu nánast eingöngu
fengist í blómabúðum á Akur-
eyri, Sauðárkróki, á Blönduósi
ásamt Olís í Varmahlíð og
Kaupfélaginu á Hofsósi. Þá
hefur líka einhver heimasala
verið en það hentar ekki öllum
að keyra langar leiðir til að
kaupa sér rósir,“ segir María.
Þegar þeim hinsvegar bauðst
að taka þátt í verkefninu
Smáframleiðendur á ferðinni
voru þær fljótar að slá til því
þarna gafst þeim tækifæri til
að selja rósirnar beint og
auðveldara fyrir fólk að nálg-
ast þær þar sem bíllinn er á
ferðinni um allt Norðurland
vestra.
„Þetta hefur gefist mjög vel
og salan verið góð. Enda eru
þetta kraftmiklar og hug-
myndaríkar systur, Þórhildur
og Auðbjörg sem standa að
þessu. Þetta framtak er alveg
frábært og þarna er kominn
grundvöllur fyrir hinn al-
menna neytanda að nálgast
vörur beint frá framleiðendum
á tiltölulega auðveldan hátt,“
segir María að lokum.
Hægt er að hafa samband við
þær mæðgur á Facebook-
síðunni þeirra; Gróðurhúsið
Starrastöðum og mæli ég með
því að ná sér í nokkra vendi
fyrir jólin, bæði til að gleðja
sjálfan sig og aðra.
Nýskornar rósir.