Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 2
Það eru að minnsta
kosti ekki vandkvæði á
því að nemendur
grunnskólans okkar fái
einstaklingsmiðaða
kennslu.
Birna Björns-
dóttir, íbúi á
Raufarhöfn
Jólainnkaupin kláruð í kapphlaupi við tímann
Aðeins einn nemandi er eftir
á unglingastigi á Raufarhöfn.
Enginn í fyrsta bekk. Áður
voru yfir hundrað nemendur
við grunnskólann.
bth@frettabladid.is
BYGGÐAMÁL Raufarhöfn er í hópi
þeirra byggðarlaga þar sem fækkun
fólks hefur orðið hvað örust undan-
farið. Árið 2001 voru 338 íbúar
samkvæmt Hagstofunni búsettir
á Raufarhöfn. Nú, 20 árum síðar,
hefur íbúafjöldi nánast helmingast
og er 174 manns.
Mikil merki þessa koma fram
í grunnskólastarfi. Birna Björns-
dóttir sem sinnti kennslu á Raufar-
höfn um átján ára skeið, segist þó
reyna að horfa á björtu hliðarnar.
„Það eru að minnsta kosti ekki
vandkvæði á því að nemendur
grunnskólans okkar fái einstakl-
ingsmiðaða kennslu,“ segir Birna.
Staðan á Raufarhöfn er þannig
skólaárið 2020-2021 að aðeins einn
nemandi er eftir á öllu unglinga-
stiginu. Hann sækir skóla á Raufar-
höfn fjóra daga vikunnar en einn
dag í Lundi.
Átta nemendur eru samanlagt
á Raufarhöfn í 2.-7. bekk. Enginn
nemandi er í 1. bekk, tveir eru í 2.
bekk, einn nemandi er í 3. bekk,
einn í 4. bekk, tveir í 5. bekk og einn
nemandi í 6. og 7. bekk. Vel yfir 100
nemendur stunduðu nám í skóla-
húsinu á Raufarhöfn þegar best lét.
„Það tekur auðvitað svolítið á að
fylgjast með þessari þróun,“ segir
Birna. „En ég vil ekki barma mér,
fólk er alls ekki á vonarvöl en auð-
vitað vantar okkur fleira fólk og þá
ekki síst foreldra sem eiga börn á
grunnskólaaldri.“
Birna sat áður í sveitarstjórn
Raufarhafnarhrepps. Hún telur að
stjórnvöld mættu fara í það sem
hún kallar „róttækari byggðaað-
gerðir“. Hún bindi vonir við f leiri
störf án staðsetningar, enda kjósi
hluti landsmanna alltaf strjálbýli
umfram þéttbýli.
Í samantekt Vífils Karlssonar
hag f ræðings kemur f ram að
heildartekjur sveitarfélaga voru
árið 2019 alls 354 milljarðar. Þær
skiptust þannig að 60 prósent voru
útsvarstekjur, 13 prósent voru fast-
eignaskattur, 13 prósent komu úr
jöfnunarsjóði og 14 prósent voru
þjónustutekjur og aðrar tekjur.
Mikilvægi íbúa á vinnumarkaði
fyrir tekjur sveitarfélaga liggur því
skýrt fyrir. n
Enginn á fyrsta ári og bara
einn á öllu unglingastiginu
Þar sem voru yfir hundrað nemendur eru nú færri en tíu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Úr starfi grunnskólans á Raufarhöfn.
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
TARTALETTUR
Íslenskar hátíðar
................................................
Fyrir jól og áramót
Fléttubrauð, skrautrúnstykki, súpurúnstykkifín
og gróf snittubrauð, fín og gróf samlokubrauð,
partýbrauð 15 og 30 kúla
GLEÐILEG JÓL
Pantið í verslunum okkar
eða hringið í síma 561 1433
benediktboas@frettabladid.is
SKÓLAMÁL Aref Qasemi útskrifað-
ist á sunnudag úr Tækniskólanum
af pípulagningabraut, 22 ára gam-
all. Í bréfi skólans segir að Aref sé
frá Afganistan og hafi komið hing-
að til lands árið 2016 eftir að hafa
orðið viðskila við fjölskyldu sína á
leiðinni til Íran.
Hann var í fimm ár á f lótta og
ferðaðist 6.500 kílómetra til þess
að komast til Íslands.
Eftir komu sína til landsins lét
Aref reyna á fjölskyldusameiningu,
sem tókst að lokum og nú er fjöl-
skyldan öll búsett hér á landi. Nú
vinnur hann hjá SÍH pípulögnum
og stefnir á meistaranám í sama
fagi. Það er skemmtileg staðreynd
að bróðir Arefs stundar nú nám við
sömu braut.
Aref hlaut verðlaun fyrir góða
ástundun og þrautseigju í námi
en alls voru 344 nemendur braut-
skráðir. n
Útskrifaðist eftir
6.500 kílómetra
ótrúlegt ferðalag
Aref
Qasemi
benediktboas@frettabladid.is
COVID-19 Ef farið verður eftir minn-
isblaði Þórólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis munu hertar aðgerðir
verða kynntar eftir ríkisstjórnar-
fund í dag.
Samkvæmt frétt á Vísi í gær leggur
Þórólfur til 20 manna samkomu-
bann og að skólar hefjist síðar en
ráðlagt var eftir jólafrí, eða 10. janú-
ar. Minnisblaðið sendi hann til Will-
ums Þórs Þórssonar heilbrigðisráð-
herra í gær.
Fjöldi Covid-smita hefur verið
að greinast að undanförnu og náði
hámarki á sunnudag þegar alls 220
greindust. Þá greindust 18 á landa-
mærunum. Vanalega fara færri í
skimun á sunnudögum og því er
hugsanlegt að enn fleiri hafi greinst
í gær.
Ráðherranefnd fundar um til-
lögur sóttvarnalæknis klukkan þrjú
í dag. Ríkisstjórnin fundar í dag og
væntanlega verður tilkynnt um
aðgerðir að fundi loknum. Núver-
andi reglugerð gildir til miðnættis
á miðvikudaginn.
Alls eru rúmlega þrjú þúsund
manns í sóttkví og um tvö þúsund í
einangrun. Þá liggja ellefu á sjúkra-
húsi en tveir á gjörgæslu. n
Hertar aðgerðir verða kynntar í dag
Þórólfur Guðnason, sóttvarna-
læknir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það var líflegt um að litast í Smáralind í gærkvöldi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði. Fjölmargir höfðu lagt leið sína í verslunarmið-
stöðina enda allar líkur á að kynntar verði harðar aðgerðir fram yfir jól og því betra að vera búin að klára jólagjafir áður en aðeins örfáir mega koma
inn í búðirnar til að finna eitthvað gott í pakkana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 Fréttir 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ