Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 4
Covid-göngudeild Landspít-
ala undirbýr sig fyrir storm-
inn því smittölur hækka í
sífellu. Fyrir utan eitt lyf er
líklegt að sömu aðferðum sé
hægt að beita gegn Omíkron
og fyrri afbrigðum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
COVID-19 Heilbrigðisstarfsfólk á
Covid-göngudeild Landspítala und-
irbýr sig fyrir storm vegna hraðrar
útbreiðslu Omíkron-af brigðisins.
Enn sem komið er dugar mann-
skapurinn til þess að sinna Covid-
sjúklingum en varað hefur verið við
því að smittölur gætu þrefaldast.
Það er, fari úr 200 í 600 á dag.
„ M ið að v ið þ e s s a h r ö ðu
útbreiðslu má búast við auknum
fjölda sem eru það veikir að þeir
þurfi okkar þjónustu, en það er
ekki farið að reyna á það enn þá,“
segir Runólfur Pálsson, einn af
yfirmönnum Covid-göngudeildar
Landspítala. „Þetta mun koma í ljós
á næstu viku eða svo en við gerum
okkar áætlanir út frá þeim mikla
fjölda sem greinist á hverjum degi.“
Þá sé einnig horft til aldursdreifing-
ar smitaðra og bólusetningarstöðu.
Fréttir hafa borist frá öðrum
löndum um að veikindi af völdum
Omíkron séu ekki jafn alvarleg og af
fyrri afbrigðum, en smitist hraðar.
Til að mynda sýnir nýleg rannsókn
frá Hong Kong að Omíkron fjölgi
sér sjötíufalt hraðar í barkanum en
Delta-af brigðið en fjölgi sér tífalt
hægar í lungunum en upprunalega
veiran.
Runólfur segir enga reynslu
komna á alvarleika veirunnar hér
og segir enn þá skorta meiri gögn að
utan. „Það er ekkert sem bendir til
annars en að við getum beitt sömu
aðferðum gegn Omíkron og fyrri
afbrigðum,“ segir hann. „Fyrir utan
að vísbendingar eru um að lyfið
Ronapreve, sem innifelur einstofna
mótefni gegn kórónaveirunni,
hafi mjög takmarkaða virkni gegn
Omíkron-afbrigðinu.“
Dæmi eru um að fólk sem hefur
fengið Covid-19 sé nú að sýkjast
aftur. Runólfur segist ekki búast
við því að veikindi þessa fólks verði
alvarlegri en annarra, fólk búi yfir
ónæmisviðbrögðum sem ættu að
draga úr alvarleika veikinda.
„Ég myndi ekki segja að það sé
líklegt að fólk sem smitaðist í haust
smitist aftur af Omíkron núna. En
það er meira um endursmit en við
höfum áður séð í þessum faraldri,“
segir hann. Þó það sé afar ólíklegt
sé ekki útilokað að vera með báðar
veirur á sama tíma.
Þegar þetta er skrifað eru 1.807
manns smitaðir, þar af 654 börn.
Flestum dugar rafræn upplýsinga-
miðlun en þeir sem fá mikil ein-
kenni eða teljast í aukinni áhættu á
alvarlegum veikindum fá símaþjón-
ustu og boð um að koma í skoðun ef
þurfa þykir.
Íslendingar hor fa mikið til
reynslu Dana þar sem Omíkron-
afbrigðið er nú að taka yfir. Sjúkra-
húsinnlagnir þar eru 0,7 prósent.
Omíkron hefur þegar tekið yfir
á Írlandi og í Lundúnaborg. Hafa
ýmsar Evrópuþjóðir sett takmark-
anir á f lug frá Bretlandi vegna
Omíkron.
„Þetta verða erfiðar vikur og
mánuðir eftir því sem lengra líður
á veturinn,“ sagði Anthony Fauci,
sóttvarnalæknir Bandaríkjanna.
Í Bandaríkjunum hefur daglegum
smitum fjölgað úr 70 þúsundum
frá því í byrjun nóvember í tæp-
lega 130 þúsund. Jonathan Reinir,
heilbrigðissérfræðingur CNN sjón-
varpsstöðvarinnar, sagði Omík-
ron-af brigðið álíka smitandi og
mislingaveiruna, sem væri ein mest
smitandi veira sögunnar. n
Mjög ólíklegt en ekki útilokað að
hafa Omíkron og Delta á sama tíma
Símavakt Covid-
göngudeildar.
Fæstir þurfa
símaþjónustu
og dugar að skrá
einkenni raf-
rænt.
MYND/ÞORKELL
ÞORKELSSON
Runólfur Páls-
son, yfirlæknir
Covid-göngu-
deildar Land-
spítala
Já, gegnum tölvupóst
Já, í gegnum símtal
Já, í gegnum smáskilaboð
Já, í gegnum samfélagsmiðla
Já, með bréfi eða pósti
Já, með öðrum leiðum
Nei
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
960.000 KR VSK VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT*
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F
JEEP COMPASS LIMITED
TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.999.000 KR.
JEEP RENEGADE TRAILHAWK
TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.199.000 KR.
*Verð á Compass og Renegade hækkar um 480.000-960.000 um áramótin, vegna VSK hækkana. Nánari útskýringar fást hjá sölumönnum.
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á
DRIFRAFHLÖÐU
Nær helmingur landsmanna orðið fyrir tilraunum svikara
Hefur einhver haft samband, eða reynt að hafa samband, við
þig til að svíkja út úr þér fé síðastliðna tólf mánuði?
37,7%
11,5%
10,8%
11,4%
0,9%
0,9%
54%
adalheidur@frettabladid.is
NETÖRYGGI Tæpur helmingur lands-
manna, eða 46 prósent, hefur orðið
fyrir tilraunum til fjársvika síðast-
liðna tólf mánuði, ef marka má nýja
könnun Prósents.
Flestir segja slíkar tilraunir hafa
birst þeim í tölvupósti, eða 31,7 pró-
sent, en 11,5 prósent segja að um
símtal hafi verið að ræða. Um ellefu
prósent segjast hafa fengið slík boð
gegnum smáskilaboð og önnur ellefu
prósent gegnum samfélagsmiðla.
Alls segja 54 prósent að hvorki hafi
verið haft samband, né reynt að hafa
samband í þeim tilgangi að svíkja út
úr þeim fé.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar aukast líkur á tilraunum
svikulla aðila eftir því sem tekjur
fólks hækka. Þá er fólk á aldrinum 45
til 54 ára líklegast til að verða fyrir
þessu ónæði, en yngsti aldurshópur-
inn verður oftar fyrir tilraunum til
svika á samfélagsmiðlum en aðrir
aldurshópar.
Könnunin, sem var gerð dagana
19. til 28. nóvember, var send á 2.200
einstaklinga átján ára og eldri, sem
tilheyra könnunarhópi Prósents.
Svör voru vigtuð eftir kyni, aldri og
búsetu. Svarhlutfall var 53 prósent. n
46%
segja svindlara hafa
reynt að komast í sam-
band við sig.
gar@frettabladid.is
VEÐUR Nær engar líkur virðast nú
vera á því að snjór falli hérlendis á
aðfangadag. Undantekningin frá því
gæti þá orðið á Kvískerjum og þar í
kring undir Vatnajökli.
Langtímaspár veðurfræðinga
sýnast ætla að ganga eftir þann-
ig að kalt verði í veðri en algerlega
úrkomulaust nema á litlu svæði
á suðausturhorni landsins. Sama
virðist ætla að gilda um jóladag. Á
annan dag jóla gæti snjóað á norð-
an- og austanverðu landinu miðað
við spár í augnablikinu. n
Jólasnjórinn alveg
út úr kortunum
Við Arnarhól í fyrravetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
benediktboas@frettabladid.is
BÓKATÍÐINDI Aðeins 16,6 prósent
bóka sem getið er í Bókatíðindum
Félags íslenskra bókaútgefenda 2021
eru prentuð hér á landi. Fjöldi titla
sem prentaðir eru innanlands eru
112 og fækkar um 21 frá fyrra ári.
Bókasamband Íslands kannaði
prentstaði íslenskra bóka og fer
hlutfallið niður milli ára.
Hlutfallið var 20,4 prósent í fyrra
en tæp 70 prósent fyrir áratug. n
Rithöfundar
prenta erlendis
4 Fréttir 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ