Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 6
Vísindarannsóknin gengur út á að með- höndla sjúkdóminn snemma, en það er einmitt svona sem framþróunin verður í krabbameinslækning- um. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum GLÆSIBÆ URÐARHVARFI Þú nnur Lyfsalann í Glæsibæ, Urðarhvar og bílaapótek Vesturlandsvegi Renndu við í lúguna 9-22 OPIÐ ALLA DAGA BÍLAAPÓTEK URÐARHVARF Opið virka daga 9.00 - 17.30 GLÆSIBÆR Opið virka daga 8.30 - 18.00 BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG Opið alla daga 9.00 - 22.00 bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Þetta var ekkert rætt en ég geri ráð fyrir að hver ráðherra fái að velja sér sína aðstoðarmenn og að það gildi um mig eins og aðra ráð­ herra. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þing­ maður Sjálfstæðisflokksins, spurð hvort aðstoðarmannamál hafi verið rædd á fundi hennar með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðis­ flokksins, þegar skipan ráðherra var ákveðin fyrir skemmstu. Guðrún mun taka við af Jóni Gunnarssyni sem innanríkisráð­ herra eftir tæpa 18 mánuði. Eftir að Hreinn Loftsson tók þá ákvörðun í síðustu viku að hætta sem aðstoðar­ maður Jóns hafa vaknað spurningar um hvort mannabreytingar hjá for­ vera Guðrúnar í ráðuneytinu muni hafa áhrif á starfsumhverfi hennar síðar. Áður hafði verið tilkynnt að Hreinn og Brynjar Níelsson myndu aðstoða Jón saman. Spurð hvort hún hyggist halda Brynjari Níelssyni sem aðstoðar­ manni eftir að tími Jóns rennur út í ráðuneytinu segist Guðrún ekkert vita um það. Spurð hvort hún telji eftirsjá að Hreini úr ráðuneytinu segir Guðrún að hún sjái ekki betur en að hann og Áslaug hafi unnið mjög vel saman. „Ég geri ráð fyrir að Hreinn hafi staðið sig vel.“ Guðrún segist hlakka til að takast á við þau nýju verkefni sem fylgi ráð­ herradómi. „Ég var alveg skýr með það að ég hef metnað fyrir hönd míns kjör­ dæmis til að taka við ráðuneyti.“ n Guðrún reiknar með að velja aðstoðarmenn sjálf Þetta var ekkert rætt en ég geri ráð fyrir að hver ráðherra fái að velja sér sína aðstoðarmenn og að það gildi um mig eins og aðra ráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir Svo virðist sem að með nýrri lyfjagjöf megi í fyrsta sinn lækna mergfrumuæxli á byrj­ unarstigi. Íslensk rannsókn sem náði til allrar þjóðarinnar og lyfjameðferð við forstigs­ einkennum benda sterklega til þessarar niðurstöðu. elinhirst@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Fyrstu sjúkling­ arnir með byrjandi mergæxli hafa nú lokið tveggja ára lyfjameðferð og sýna gríðarlega góða svörun,“ segir Sigurður Yngvi Kristinsson, prófess­ or í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala. Byrjað er að nota tvö ný líftækni­ lyf ásamt sterum í tilraunaskyni hér á landi þegar forstigseinkenni af mergæxli greinast, eða svokölluð „mallandi mergæxli“. Sterkar vís­ bendingar eru um að ef sjúkdómur­ inn greinist á forstigi megi í fyrsta skipti lækna hann með þessari lyfja­ blöndu. „Við höfum ekki séð svona góða svörun við meðferð mergæxlis áður,“ segir Sigurður Yngvi. Oft verður einkenna sjúkdómsins ekki vart fyrr en hann er kominn á alvarlegt stig. En fyrir fimm árum var ákveðið að fara í að skima alla Íslendinga, 40 ára og eldri, fyrir forstigi mergæxlis, sem var ein­ stæð vísindarannsókn í heiminum. Merg æxli er krabbamein sem verður til í fljótandi merg í beinum, þegar þær frumur sem þar eru breytast í krabbameinsfrumur. Hægt er að mæla hvort þessar krabbafrumur eru til staðar með því að leita að ákveðnu próteini í blóðinu með ein­ földu blóðprófi. Fyrir fimm árum hófu Sigurður Yngvi og teymi hans vinnu við rann­ sóknina. Rúmlega 80 þúsund Íslend­ ingar tóku þátt. Sigurður Yngvi kom að máli við tvö stór erlend lyfjafyrir­ tæki og sagt þeim frá því að til stæði að skima heila þjóð til að sjá hvort ávinningur væri af því að ráðast gegn sjúkdóminum á forstigi. Lyfja­ fyrirtækin voru reiðubúin til að taka þátt og hafi þegar lagt til verkefnisins líftæknilyf að andvirði 2,5 milljarða íslenskra króna. „Vísindarannsóknin gengur út á að meðhöndla sjúkdóminn snemma, en það er einmitt svona sem fram­ þróunin verður í krabbameinslækn­ ingum,“ segir Sigurður Yngvi. Líftæknilyfin sem notuð eru auk Sterkar vísbendingar um lækningu á mergæxli greinist það á forstigi Sigurður Yngvi Kristinsson, pró- fessor í blóð- sjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands. MYND/AÐSEND stera, heita Lenalidomid og Carsil­ zomib. Skimunarrannsóknirnar sýna að um 5 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með forstig mergæxlis, en ekki nærri því allir fá krabbamein að sögn Sigurðar Yngva. „Þess vegna viljum ekki meðhöndla alla, heldur aðeins þá sem eru með svokallað mallandi mergæxli, það er að segja þegar forstigið er lengra gengið.“ Þessi íslenska rannsókn á heilli þjóð vakti mikla athygli á árlegri ráðstefnu bandarískra blóðlækn­ inga, sem haldin var í Atlanta í Bandaríkjunum helgina 10. til 14. desember síðastliðinn. „Það má segja að íslenska rannsóknin hafi verið á allra vörum,“ segir Sigurður Yngvi. n benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Íbúaráð Háaleitis­ og Bústaðahverfis fordæmir orð Þór­ dísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, sem hún lét falla í frétt mbl.is um ráðið. Þar sagði Þórdís að sér fyndist ekki gott að heyra að Sjálfstæðis­ f lokkurinn í Bústaðarhverfi væri að boða til fundar. Í bókun ráðsins á síðasta fundi eru þessi orð for­ dæmd „Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum orðum en að annað hvort sé um mikla vanþekk­ ingu borgarfulltrúans að ræða, eða algera vanvirðingu við fundinn og stjórn Íbúasamtaka Bústaða­ og Fossvogshverfis. Samtökin eru ópólitísk samtök,“ segir í bókuninni. „Skorað er á borg­ arfulltrúann að draga framangreind ummæli sín til baka,“ segir þar enn fremur. n Íbúaráð fordæmir orð Þórdísar Lóu benediktboas@frettabladid.is  DÓMSMÁL María Sjöfn Árnadóttir segir að sú yfirlýsing sem dóms­ málaráðuneytið lét fréttamanni CNN í té, þess efnis að brot ríkisins í málsmeðferð hennar teldust ekki nægjanleg til að flokkast sem brot á réttlátri málsmeðferð gagnvart mannréttindasáttmála, sé kjafts­ högg fyrir sig og aðra þolendur ríkisofbeldis. CNN fjallaði ítarlega um íslenska réttarkerfið og hvernig það bregðist konum, í umfjöllun sinni í gær. María er ein níu kvenna sem hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna óréttlátrar málsmeð­ ferðar innan íslenska dómskerfis­ ins. „Ég er gjörsamlega forviða og á sama tíma verulega sár og reið yfir þessari yfirlýsingu ráðuneytisins. Lagalæsi virðist vera í einhverjum ólestri hjá æðsta yfirvaldi dóms­ mála,“ skrifar María í yfirlýsingu. n Kjaftshögg fyrir þolendur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs 6 Fréttir 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.