Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 8

Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 8
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Miðflokks í borgarráði gagnrýna meiri- hlutann fyrir breytingar á aðalskipulagi sem sagðar eru eiga að miða að þéttingu byggðar, breyttum ferða- venjum og „grænni borg“. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur með atkvæðum meirihluta Sam- fylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna samþykkt uppfærslu á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir 2010 til 2030. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í borgarráði greiddu atkvæði á móti og áheyrnarfulltrúar Mið- flokksins og Flokks fólksins gagn- rýndu meirihlutann. „Þéttleiki verður mikill meðfram borgarlínu, íbúðum verður fjölgað og atvinnuhúsnæði sömuleiðis,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. „Aðalskipulagið gerir ráð fyrir meiri metnaði í breytingu ferðavenja þar sem gert er ráð fyrir að fleiri hjóli, gangi og noti almenningssamgöng- ur. Þá er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir samdrætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda og grænni borg.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks segja í sinni bókun að aðal- skipulagið sé gallað, ekki síst í hús- næðismálum. „Ef spá um vöxt rætist er árleg þörf 1.210 íbúðir á ári til 2040. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram vera undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna. Áhyggjuefni sé að ekki sé áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug. „Ekki er gert ráð fyrir uppbygg- ingu á Geldinganesi og möguleikar lítið nýttir á Kjalarnesi. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til fjölbreyttrar hús- næðisuppbyggingar og óvissa er um uppbyggingu í Úlfarsárdal,“ bóka Sjálfstæðismenn. „Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar upp á þúsundir íbúða,“ segir í bókun Sjálf- stæðismannanna þriggja. „Hér er verið að boða massíva þrengingarstefnu sem f lestir sjá að gengur ekki upp. Ljóst er að ef 80 prósent nýrra íbúða verða á áhrifasvæði svokallaðrar borgarlínu þá þýðir það mikla röskun í rótgrónum hverfum með tilheyrandi álagi á umhverfið og íbúana. Innviðirnir þola ekki slíka uppbyggingu,“ segir áheyrnarfulltrúi Mið- flokksins í sinni bókun. „Allt þetta miðar að því að gefa leyfi fyrir háum byggingum, með tilheyrandi skuggavarpi sem er heilsuspill- andi, í hverfunum ásamt því að útrýma bílastæðum fyrir fjöl- skyldubílinn. Það er sláandi að ekki er gert ráð fyrir frekari úthlutun lóða í úthverfum Reykjavíkur þar sem möguleiki væri á stórkostlegri uppbyggingu hagkvæms húsnæðis,“ bókar fulltrúi Miðflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, bendir í sinni bókun á að athugasemdir sem komið hafi fram séu flestar vegna byggingarmagns, hæðar húsa, blandaðrar byggðar og svæða fyrir bílastæði. Sérstaklega gagnrýnir Kolbrún þó málefni skotsvæðanna á Álfsnesi, sem reyndar er nefnt Kjalarnes í bókuninni. „Skipulagsyfirvöld ganga fram án viðhlítandi samráðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um skotveiðisvæðið á Kjalar- nesi. Hagsmunum hverra er verið að berjast fyrir í því sambandi?“ bókar fulltrúi Flokks fólksins. Í sextán ár hafi íbúar mátt þola hljóðmengun og blý hafi safnast á ströndina og í sjóinn. „ A ð a l s k i p u l a g i var breytt á síðustu stundu, íbúar höfðu ekkert tækifæri til athuga- semda og samráð var ekkert. Ýmsum brögðum er beitt, allt til að skotvellirnir geti opnað að nýju.“ n Hér er verið að boða massíva þrengingar- stefnu sem flestir sjá að gengur ekki upp. Vigdís Hauks- dóttir, borgarfull- trúi Miðflokksins og áheyrnarfull- trúi í borgarráði Minnihlutinn gagnrýnir þrengingar í skipulagi og fyrirséðan íbúðaskort Sjálfstæðismenn furða sig á að ekki sé gert ráð fyrir byggð á Geldinganesi í breyttu aðalskipulagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Húsnæðisverð hefur hækkað mest í Vestur-Evrópu hér á Íslandi undanfarin fimm ár. Nemur hækkunin tæpum 58 prósentum frá árinu 2015 til 2020. Á öllu Evr- ópusvæðinu er Ísland í þriðja sæti, á eftir Ungverjalandi og Tyrklandi. Þetta kemur fram hjá Eurostat, töl- fræðistofnun Evrópu. Fréttablaðið hefur í mánuðinum fjallað ítarlega um húsnæðisskort- inn á Íslandi, sér í lagi á höfuð- borgarsvæðinu, og það háa verðlag sem fylgir. Þróun húsnæðisverðs á Íslandi sker sig mjög frá hinum Norðu rlöndu nu m samk væmt Eurostat, sem notar árið 2015 sem núllpunkt í útreikningum sínum. Hækkunin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er á bilinu 22 til 25 prósent sem er aðeins undir Evrópumeðal- talinu, 26 prósent. Í Finnlandi er hækkunin á húsnæðisverði aðeins 6 prósent á fimm árum. Öfgarnar á Íslandi sjást einnig á árunum fyrir 2015, en á árunum 2010 til 2015 hækkaði húsnæðis- verð um 28 prósent á Íslandi. Aðeins í Tyrklandi og Eistlandi hækkaði verðið meira á þessum árum. Á liðn- um áratug er Tyrkland eina landið sem er með meiri heildarhækkun en Ísland. Húsnæðisverð á Íslandi tók risa- stökk árið 2017, um 21 prósent, og gera má ráð fyrir mikilli hækkun á árinu 2021 einnig. En þær tölur liggja ekki fyrir hjá Eurostat. Af stórþjóðum hefur verð hækkað um 39 prósent í Þýskalandi, 35 í Pól- landi, 27 á Spáni, 17 í Frakklandi og 0,5 á Ítalíu þar sem hækkunin er minnst í álfunni undanfarin fimm ár. Á tíu ára tímabili hefur húsnæðis- verð á Spáni reyndar lækkað, því að hrun varð þar árin 2012 og 2013. n Húsnæðisverð hér hækkað mest í Vestur-Evrópu Ísland er langt frá Evrópumeðaltalinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM benediktboas@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Skráð voru 677 hegn- ingarlagabrot á höfuðborgarsvæð- inu í nóvember. Fækkaði þessum brotum töluvert milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lög- reglustjóra. Tilkynningum um þjófnaði og innbrot fækkaði. Sjö tilvik voru skráð þar sem lög- reglumaður var beittur of beldi og þrjú þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi. Alls voru 64 mál um heimilisofbeldi tilkynnt. Alls bárust níu beiðnir um leit að börnum og ungmennum í október. Skráðum fíkniefnabrotum fækk- aði milli mánaða. Voru tvö stórfelld fíkniefnabrot skráð í nóvember. n Tvö stórfelld brot tengd fíkniefnum Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI benediktboas@frettabladid.is NETÖRYGGGI Um helgina uppgötv- uðust nýir veikleikar í Log4j-kóða- safninu. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra segir að fylgst verði með mögulegum áhrifum veikleikans. Allir ómiss- andi innviðir og þjónusta starfi eðli- lega. Ekkert atvik hafi verið tilkynnt þar sem brotist hafi verið inn í kerfi með Log4j-veikleika. n Fylgst með nýjum veikleika í Log4j Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum Log4j. benediktboas@frettabladid.is VIÐSKIPTI Meiri velta var í f lestum atvinnugreinum á Íslandi í septem- ber og október í ár en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla málma fór upp um 76 prósent og veltan úr 36,2 millj- örðum í 63,7 milljarða, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að á árinu 2020 hafi verið mikið um lokanir og takmark- anir vegna Covid-19. n Stóraukin velta framleiðslugreina Framleiðsla málma á Íslandi fór upp um 76 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 Fréttir 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.