Fréttablaðið - 21.12.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 21.12.2021, Síða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Háskóla- samfélagið er hluti af þessum vanda. Enn er verið að kenna þessi gamaldags fræði í háskólum um allan heim. Krefjumst þess að íslensk stjórnvöld mótmæli þegar þrengt er að frelsinu. Eigum Jóla peysur & kjóla, jakka & skyrtur vertu vel hirtur, fyrir jólin Fyrir rúmum áratug sátum við mörg límd við sjón- varpsskjáinn að fylgjast með því þegar bandarískir og breskir hermenn skutu saklaust fólk á færi í Írak. Við lásum í blöðum um leyniplögg sem afhjúpuðu morð og pyntingar á ábyrgð NATÓ-ríkja í Afganistan, Írak, Líbíu og víðar. Við lásum fréttir af leynilegum alþjóðasamn- ingum um markaðsvæðingu almannaþjónustunnar. Áfram mætti telja upplýsingar sem valdhafar heimsins vildu að leynt færu en voru settar fram í dagsljósið. Gerandinn var Wikileaks sem lengi vel starfaði undir forystu Julian Assange. Hann átti ríkan þátt í að afhjúpa stríðsglæpi, pynt- ingar og siðleysi í alþjóðasamningum. Að uppistöðu til eru ekki véfengdar þær upplýsingar sem Wikileaks færði fram í dagsljósið. Aðeins hitt er gagnrýnt af hálfu valdhafa að svo skuli yfirleitt hafa verið gert. Wikileaks væri njósnastofnun og forgangsmál að koma á hana böndum, sagði Mike Pompeo, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, síðar utanríkisráð- herra. Og Assange skyldi látinn „svara til saka” í Banda- ríkjunum, bætti hann við. Lengi vel var Julian Assange í skjóli sendiráðs Ekva- dors í London eða þar til í apríl 2019 þegar yfirvöld í Ekvador létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og heimiluðu bresku lögreglunni að fangelsa hann. Síðan hófst slagur fyrir dómstólum þar sem tekist hefur verið á um lögmæti framsalskröfu Bandaríkjastjórnar. Í Bandaríkjunum ætti Assange yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm. Slagurinn er háður í dómsal. Þó vita allir að málið snýst um pólitík, hvor skuli rétthærri, stríðs- glæpamaðurinn eða sá sem upplýsir um stríðsglæpinn. Við þurfum að svara því hvert og eitt okkar hvað við ætlum að gera. Við sem fyrir tilstilli fjölmiðla urðum vitni að ofbeldinu. Og hvað ætlar heimspressan að gera, sú hin sama og birti myndskeiðin og svo bréfin og skjölin sem sýndu fram á glæpina? Við megum ekki þegja þunnu hljóði þegar vegið er að grundvallar- réttindum – ekki eins manns heldur mannréttindum okkar allra. Kynnum okkur málin. Krefjumst þess að íslensk stjórnvöld mótmæli þegar þrengt er að frelsinu og taki undir kröfu um að Julian Assange verði látinn laus. n Þrengt að frelsinu Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráð- herra benediktboas@frettabladid.is Nýr vinnustaður Þegar enginn hélt lengur að banns ett pestarfárið gæti komið meira á óvart í sinni ýktustu mynd er fjarstæðukennt að heilum flokki sé kippt út úr þing- húsinu í skiptum fyrir varamenn sem áttu vísast ekki von á því að setjast á þing í sjálfri jóla- vikunni – sem er ekkert endilega skemmtilegasti tíminn til að hefja störf á nýjum vinnustað. Þetta er hlutskipti Viðreisnar- fólksins sem hélt það hefði ekki komist inn á þing í haust, en gerði það nú samt sem áður fáum mán- uðum frá kosningum. Og nú er bara spurning um viðreisn fasta- fulltrúanna sem vonandi gengur eftir og stendur undir nafni. Nýr flokkur Meðlimir Félags áhugafólks um samsæris kenningar af glúrnustu gerð hljóta að spyrja sig af hverju það gerist á einum og sama tímanum að allir þingmenn Viðreisnar smitist af pestinni og einn úr hópi Samfylkingar. Hvað var Oddný G. Harðardóttir að bralla með þessu fólki, var hún að hnusa af nýjum vettvangi, eftir að hafa verið sett af sem formaður þingflokks síns flokks í stað Helgu Völu Helgadóttur? Og er smitið hefndin fyrir það? Hér er kominn efniviður í svo góða samsæriskenningu að jafnvel hörðustu andstæðingar bólu- setningar geta vart gert betur. n Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Ein meginástæðan fyrir því hversu illa gengur að ná árangri í loftslagsmálum er sú að við notum úrelta mælikvarða innan hagkerfa um allan heim til þess að mæla hagvöxt. Mælikvarðinn sem við notum nú kallast verg landsframleiðsla eða Gross domestic product (GDP). Þegar landsfram- leiðsla eykst, kallast það hagvöxtur, nokkuð sem flestar þjóðir sækjast eftir í dag. En þessir hefðbundnu gömlu mælikvarðar taka ekki með í reikninginn þau neikvæðu áhrif sem framleiðsla í hagkerfinu hefur á umhverfið. Meira að segja er eyðilegging á umhverfinu, eins og stór mengunarslys, talin okkur til tekna. Sem dæmi, ef olíuslys verður, þá kallar það á miklar hreinsunaraðgerðir sem auka landsfram- leiðsluna og hagvöxt. Ef stríð brýst út, þá eykst hergagnaframleiðsla með auknum hagvexti. Mjög mörg fyrirtæki skila hagnaði í dag vegna þess að við reiknum ekki með neikvæðum afleiðingum framleiðslu eða starfsemi þeirra fyrir umhverfið. Ef það væri gert yrði rekstrar- grundvöllur þeirra ef til vill allt annar, jafnvel brostinn. Mörg alþjóðleg risafyrirtæki gætu séð arð- semi sína hrynja því að hinir nýju mælikvarðar myndu sýna fram á hversu miklu umhverfislegu tjóni framleiðsla þeirra veldur. Til dæmis bíla- og matvælaframleiðendur sem eru með mjög stórt kolefnisspor. Það myndi því hafa miklar afleið- ingar ef þessum mælikvörðum yrði breytt og það er augljóslega tregða til þess. Háskólasamfélagið er hluti af þessum vanda. Enn er verið að kenna þessi gamaldags fræði í háskólum um allan heim. Vöxtur er mældur á ákveðinn hátt. Þú framleiðir vöru, neytandinn kaupir hana og síðan er henni hent. Í staðinn þurfum við að fara að hugsa í anda hringrásar- hagkerfisins þar sem engu nýtilegu er hent heldur er hráefnin notuð aftur og aftur til að framleiða nýjar vörur. Mikilvægt er að kenna nemendum að hugsa upp á nýtt þannig að við getum byrjað að byggja upp nýja tegund hagvaxtar. En á meðan við höldum GDP á lofti munu auðvitað allir reyna að standa sig sem best sam- kvæmt þeim mælikvarða. Auðvitað eru það margir hagfræðingar sem sjá það í hendi sér að núverandi mælikvarðar eru rangir og að við verðum að breyta hagkerfum okkar, hagstjórn og hvernig við metum verðmæti. Sem betur fer. Við verðum að leiðrétta þessa kerfisvillu til að laða fram nýsköpun í anda hringrásarhagkerfis og verðlauna frumkvöðla sem vilja breyta þessu kerfi. Ef við breytum ekki þessum mælikvörðum náum við aldrei árangri í baráttunni við loftslags- breytingar. n Rangar tölur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.