Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 23
Ísbúð Vesturbæjar ehf. hefur verið
starfandi á Hagamel frá árinu 1971.
Verslunin er því 50 ára á þessu
ári. Verslanirnar eru fimm talsins
og má segja að ísbíltúrinn vin-
sæli hefjist með heimsókn í Ísbúð
Vesturbæjar.
Katla Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar
ehf., segir að Ísbúð Vesturbæjar
eigi sér marga trygga viðskipta-
vini sem koma aftur og aftur allan
ársins hring. „Með tilkomu nýrra
afgreiðslustaða síðustu árin, þá
heldur áfram að bætast í hóp góðra
viðskiptavina, sem kunna vel að
meta hinn svala og kalda „gamla“
ís,“ segir hún.
Ísbúð Vesturbæjar ehf. var fyrst
opnuð á Hagamel árið 1971 og var
það eina verslunin fram til ársins
2008, þá var önnur verslun opnuð
við Grensásveg 50 í Reykjavík.
Ísbúðin við Fjarðargötu í Hafnar-
firði var opnuð 2010 og sómir sér
vel í hjarta bæjarins. Einnig var
opnuð verslun við Bæjarlind í
Kópavogi árið 2013 og síðan í Skip-
holti í Reykjavík árið 2016.
„Ísbúð Vesturbæjar ehf. er þar af
leiðandi hálfrar aldar gamalt fyrir-
tæki, sem býður upp á gamla ísinn
sem allir þekkja, en það er kaldur
og ferskur mjólkurís. Gamla ísinn
er hægt að fá í formi vanilluíss,
súkkulaðiíss og jarðarberjaíss.
Einnig er fáanlegur rjómaís, sem
kallast nýi ísinn. Braðarefurinn
er ákaflega vinsæll en ís í boxi
ásamt ís í brauð- eða vöffluformi
stendur alltaf fyrir sínu, ýmist einn
og sér eða með sósum, ídýfum og/
eða sælgæti. Trúðaísinn í boxi eða
brauði er uppáhald margra barna,
sem oft fá að búa til sinn eigin
trúð,“ upplýsir Katla.
Vinsæl gjafabréf
Gjafabréf Ísbúðar Vesturbæjar ehf.
fást í miklu úrvali og njóta vaxandi
vinsælda enda auðvelt að nálgast
þau bæði í verslunum Ísbúðar
Vesturbæjar ehf. eða af heima-
síðunni isbudvesturbaejar.is.
Ísbúð Vesturbæjar í 50 ár
Starfsstúlkur taka vel á móti viðskiptavinum, Hekla Líf Hrafnsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Þórunn Björgvinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Gjafakort
upp á trúðaís,
bragðaref eða
einhvern annan
ís hjá Ísbúð
Vesturbæjar er
kærkomin gjöf.
„Einnig er hægt að kaupa
ákveðnar vörur, til dæmis bragða-
ref, sjeik eða ísveislur. Enn fremur
er hægt að velja ákveðna upphæð
og viðskiptavinurinn fær að velja
sjálfur,“ segir Katla og bætir við:
„Sérstök jólagjafabréf eru til
sölu, sem nýtast við hin ýmsu
tækifæri tengd jólum, þau henta
bæði fyrir einstaklinga, jólasveina
og fyrirtæki. Þessi jólagjafabréf
hafa þótt hentug fyrir jólasveina
í skóinn, í jólavinagjafir eða sem
möndlugjöf. Það gleðjast bæði
ungir sem aldnir yfir að eiga í
vændum ljúffengan ís,“ segir Katla.
„Sumir kaupa jólaísinn í lítratali.
Ísveislur eru algengar um jólin og
allt árið um kring njóta margir
þess að bjóða upp á ís með sósum
í fjölskylduboðum. Bæði fyrirtæki
og félagsmiðstöðvar hafa verið
dugleg að gleðja sitt fólk með ís.
Boðið er upp á eins lítra umbúðir,
tveggja lítra og 4,5 lítra umbúðir.
Með þessu er einnig hægt að fá
sælgæti til að bragðbæta ísinn fyrir
þá sem það vilja. Undanfarið hefur
verið talsvert um það að fyrirtæki
sendi starfsfólki sínu ísveislu, þetta
hefur glatt marga sem hafa verið
ýmist í sóttkví eða í einangrun,“
segir Katla.
Gamli ísinn
Ísbúð Vesturbæjar ehf. er þekkt
fyrir gamla ísinn, en hann er kald-
ur og ferskur mjólkurís. „Uppruna-
legi gamli ísinn hefur verið og er
enn framleiddur sérstaklega fyrir
Ísbúð Vesturbæjar ehf. og er hann
eingöngu fáanlegur í verslunum
okkar. Gamli ísinn er grunnurinn
að því öfluga vörumerki sem Ísbúð
Vesturbæjar ehf. er.“
Ísbíltúrinn alltaf vinsæll
Katla segir að Íslendingar séu sér-
stakir að því leyti að þeir kaupa
ís allan ársins hring. Auðvitað
er ísinn vinsælastur yfir sumar-
tímann en fólk fær sér ís hvernig
sem viðrar. Ísbíltúrar eru hluti af
menningu okkar Íslendinga og
einnig kærkomin samverustund,
að sögn Kötlu.
Ísbúð Vesturbæjar ehf. reynir að
leggja áherslu á umhverfisvernd
og allar umbúðir eru umhverfis-
vænar. „Við leggjum metnað
okkar í samfélagslega ábyrgð og
umhverfisvernd er hluti af því,“
segir Katla. n
Ísbúð Vesturbæjar
ehf. er þar af
leiðandi hálfrar aldar
gamalt fyrirtæki, sem
býður upp á gamla
ísinn sem allir þekkja,
en það er kaldur og
ferskur mjólkurís.
kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2021 ÍS OG ÍSBÚÐIR