Fréttablaðið - 21.12.2021, Síða 26
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Ís hefur verið vinsæll öldum
saman. Til eru vísanir í rétti
sem líkjast ís allt frá forn-
öld en hann breiddist út á
Vesturlöndum á 17. og 18.
öld og svo varð sprenging í
vinsældum hans á þeirri 20.
Uppruni íssins er óljós, en það
eru margar vísanir í matvæli sem
hljóma svipað og ís í heimildum
frá fornöld og miðöldum, þannig
að svo virðist sem fólk í ólíkum
heimshlutum hafi fengið svipaðar
hugmyndir á ólíkum tímum.
Sumar heimildir rekja upp-
runann til Persíu um 550 árum
fyrir Krist, en aðrar segja að
Rómarkeisarinn Neró hafi blandað
snjó við hunang og vín til að búa
til fyrsta sorbet-inn. Enn aðrar
heimildir rekja upprunann til
Mongóla og segja að hann hafi
borist til Kína þegar Mongólar
gerðu innrás þangað.
Það er álíka óljóst hvenær ísinn
barst til Evrópu og það eru ýmsar
sögur til, en engar þeirra eru
studdar traustum heimildum.
Þannig er útbreiðsla íss í Evrópu
ýmist eignuð Marco Polo, Katrínu
af Medici eða Karli I. Englands-
konungi. En ís og snjór voru mjög
víða verðmæt hráefni í matargerð
á ýmsum heitari stöðum á fornöld
og miðöldum og það má finna
ýmsar vísanir í rétti sem svipar til
íss í heimildum.
Útbreiðsla á Vesturlöndum
Fyrstu þekktu heimildirnar um
ísát á nýöld eru frá Indlandi, en
á 16. öld notað Mughal-veldið
boðleiðir hestamanna til að flytja
ís frá Hindu Kush-fjöllunum til
höfuðborgar sinnar, Delí. Ísnum
var blandað við ávexti til að gera
sorbet og hann var líka notaður til
að gera kulfi, frosinn mjólkurrétt
sem er nokkurs konar hefðbund-
inn indverskur ís.
Fyrsta evrópska uppskriftin
að bragðbættum ís birtist svo
árið 1674 í bók eftir Nicholas
Lemery og fleiri birtust árin 1692
og 1694 í bókum eftir Antonio
Latini og François Massialot, en
þetta voru uppskriftir að ís sem er
nokkuð frábrugðinn þeim sem við
þekkjum og áferðin átti að minna
á snjó og sykur.
Rjómaísuppskiftir birtust svo
fyrst á Englandi á 18. öld, sú fyrsta
í matreiðslubók frú Mary Eales
árið 1718. Aðra uppskrift var að
finna í enskri matreiðslubók sem
kom út 1751 og árið 1768 kom út
frönsk matreiðslubók sem innihélt
eingöngu uppskriftir að rjómaís og
bragðbættum ís.
Það er fyrst minnst á rjómaís í
norður-amerískum heimildum
árið 1744 og vitað er að hann var
vinsæll meðal yfirstéttarfólks
þeim megin við Atlantshafið í
byrjun 19. aldar.
Vinsældirnar aukast
Rjómaís virðist hafa verið orðinn
aðgengilegur almenningi við Mið-
jarðarhafið um miðja 18. öld og
hann var vinsæll og ódýr á Englandi
um miðja 19. öld. Fram til þessa
hafði rjómaís verið dýr munaðar-
vara sem var erfitt að komast í.
Það var ensk kona að nafni
Agnes Marshall sem átti stóran
þátt í að gera rjómaís vinsælan
meðal millistéttarfólks á 19. öld.
Hún skrifaði fjórar matreiðslu-
bækur milli áranna 1885-1894, þar
af tvær sem voru helgaðar ís, og
flutti fyrirlestra um matseld. Það
var í bók hennar frá 1888 sem fyrst
var minnst á ís í formi en þetta æta
ílát varð svo vinsælt eftir heims-
sýninguna í St. Louis í Bandaríkj-
unum árið 1904.
Rjómaís gekk svo í gegnum
gríðarlegar breytingar á 20. öldinni
og varð mun útbreiddari og vin-
sælli, sérstaklega á seinni hluta
aldarinnar, eftir að ódýrir kæli-
skápar urðu algengir. Þá varð algjör
sprenging í framboði, bragðtegund-
um og gerðum. Ein mikilvægasta
nýjungin var mjúkur ís, sem búið
er að blanda lofti við, en hann er
ódýrari og það er auðvelt að bera
hann fram með því að hella honum
úr krana í form eða box.
Á níunda áratugnum varð svo
þykkari ís vinsæll og byrjað var
að selja hann sem gæðaís undir
merkjum eins og Ben & Jerry’s og
Häagen-Dazs. n
Ísinn vinsæll öldum saman
Ís hefur verið
vinsæll í mörg
hundruð ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Ís og
íssósur
50%
inneign í
appinu!
Appsláttur:
Sæktu
appið
Nýttu þér dagleg
tilboð í Samkaupa-
appinu.
Gildir í 65 verslunum.
Á morgun
22.
des.
6 kynningarblað 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR