Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 27

Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 27
Ísinn hjá Skúbb hefur verið valinn besti ísinn hjá Reykja- vík Grapevine undanfarin fjögur ár. Nokkrir af bestu veitingastöðum landsins bjóða upp á ís frá Skúbb og hann fæst einnig í matvöru- verslunum. Ísgerðin Skúbb hefur heldur betur slegið í gegn síðan hún var stofnuð árið 2017 og hefur meðal annars verið valin af Reykjavík Grape- vine undanfarin fjögur ár sem sú ísgerð hérlendis sem býður upp á besta ísinn. Hugmyndin á bak við Skúbb ísgerð hefur alltaf verið að gera handgerðan ís frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt og aukaefnalaust ef hægt er, segir matreiðslumeistar- inn Einar Þór Ingólfsson hjá Skúbb, sem gjarnan er kallaður best geymda leyndarmál ísgerðarinnar enda maðurinn á bak við ísinn sem Skúbb framleiðir. „Mér finnst skemmtilegast að þróa nýjar ísteg- undir. Við höfum þróað hundruð bragðtegunda og við erum alltaf með nýjar tegundir í ísborðinu. Svo þróum við líka ístegundir fyrir veitingastaði enda færðu Skúbb ís á mörgum af flottustu veitinga- stöðum landsins,“ segir Einar. Skúbb ísinn fæst auk þess í verslunum Nettó, Hagkaupa, Mela- búðinni, Iceland, Krambúðum, Skagfirðingabúð, Frú Laugu og Heimkaupum. Lífræn mjólk notuð Skúbb notar eingöngu lífræna mjólk frá Biobú í ísana sína, bætir Einar við. „Úrvalið okkar samanstendur af handgerðum ís, íslokum, ísrefum, íssósum, ístertum, smákökum, toppings og fleira. Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt. Enda hefur ísinn slegið í gegn hjá lands- mönnum.“ Skúbb hefur líka alla tíð lagt áherslu á að bjóða upp á gott vegan úrval og hefur þróað fjölmargar tegundir af vegan ís. Einnig má bæta við að kökudeigið og Skúbb snickers er vegan líka. Handgerður frá grunni Einar segir það vera mikinn heiður fyrir Skúbb að hafa verið valinn besti ísinn fjögur ár í röð af Reykjavík Grapevine. „Ísinn er handgerður frá grunni með sér- völdum hráefnum, lífrænni mjólk, lífrænum hrásykri og lífrænum bindiefnum og án allra aukaefna sem skilar sér í bragðinu til við- skiptavina okkar. Það er því sannur heiður að fá þá viðurkenningu að ísinn okkar sé sá besti á Íslandi og það fjögur ár í röð. Við elskum að búa til ísa og prófa okkur áfram í nýjum bragðtegundum. Utan okkar frábæru ísa bjóðum við líka upp á dásamlegar ístertur, til dæmis saltkaramell-ístertu, vegan kókos-, ástaraldin- og mangóístertu og Ísinn sem hefur slegið í gegn Saltkaramellu-ístertan er ein af ljúffengu ístertunum sem Skúbb býður upp á og hafa notið mikilla vinsælda. Skúbb þróar stöðugt nýjar ístegundir og því lítur ísborðið aldrei eins út. Ísveislur frá Skúbb slá alltaf í gegn. Íssósurnar frá Skúbb eru dásamlegar með ísnum. MYNDIR/AÐSENDAR Ísvagninn frá Skúbb slær alls staðar í gegn. Einar Þór Ingólfsson, mat- reiðslumeistari hjá Skúbb jólaístertuna vinsælu sem er með ristuðum möndlum og karamellu- súkkulaði.“ Ísvagninn slær í gegn Skúbb býður einnig upp á ísveislur sem eru fyrir stóra jafnt sem smáa hópa. Ísveislurnar, sem jafnan vekja mikla lukku, samanstanda af nokkrum tegundum af ís, heima- gerðu gotteríi og sósum, segir Einar. „Þar að auki slær ísvagninn hjá Skúbb alltaf í gegn en hann hentar mjög vel fyrir alls kyns við- burði eins og brúðkaup, árshátíðir, bæjarhátíðir og fyrirtækjafögnuði. Þá mætir starfsmaður Skúbb með vagninn og heldur uppi fjörinu með fjórum tegundum af ís og öllu tilheyrandi. Ísvagninn er tilvalinn fyrir hópa yfir 60 manns.“ n Ísbúð Skúbb er á Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Nánar á skubb.is. Við notum alvöru hráefni við gerð íssins sem gerir bragðið ósvikið, ferskt og engu líkt. Enda hefur ísinn slegið í gegn hjá lands- mönnum. Ísinn er hand- gerður frá grunni með sér- völdum hráefnum, lífrænni mjólk, lífrænum hrásykri og líf- rænum bindi- efnum og án allra aukaefna. Ísdósirnar frá Skúbb fást í ýmsum mat- vöruverslunum um land allt. kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 21. desember 2021 ÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.