Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 28

Fréttablaðið - 21.12.2021, Side 28
Allur ís Ísgerðar- innar er hand- gerður og því getur hún boðið upp á ís með Þrista-molum og kókos- bollum eða öðru sælgæti. Vinsælar bragð- tegundir eru Þristurinn og Kókos- bolluísinn sem eru með vinsælu sælgæti frá Kólus, eða Sambó, eins og nöfnin gefa til kynna. Mikil gróska hefur orðið í ísgerð og ísgerðarmenningu hér á landi á undanförnum árum. Nýjar ísbúðir spretta upp og í frystiborðum stórmarkaða sjást orðið nýjar og framandi ísteg- undir, sumar hverjar íslenskar. Ísgerðin á Akureyri er með fjölda bragðtegunda og selur einnig sex tegundir í stórmörkuðum um land allt. Eigandi og framkvæmdastjóri Ísgerðarinnar er Ásdís Elva Rögn- valdsdóttir. „Við erum tíu ára í ár, opnuðum 2011. Þá hétum við Jóger og seldum jógúrtís. Við vorum nú ekki alveg á leiðinni í rekstur á ísbúð en einhvern veginn þróaðist lífið í þessa átt. Við hjónin vorum bæði í allt öðrum verkefnum. Ég var að vinna í Reykjavík og ekkert að spá í neinu svona. Sköpuðu sér verkefni Börnunum okkar leið hins vegar ekki nógu vel í Reykjavík svo við drifum okkur bara norður og fórum í að búa okkur til verkefni. Við erum bæði að norðan og þó að okkur hafi liðið vel fyrir sunnan skiptir öllu máli að börnunum líði vel. Við fórum norður áður en við vorum búin að finna okkur vinnu og þetta var ekkert einfalt. Þetta var stuttu eftir hrun og tímarnir skrítnir.“ Sem fyrr segir byrjaði ævin- týrið á því að Ásdís fór að selja jógúrtís. „Það var svo árið 2014 að við breyttum nafninu í Ísgerðin og komum með ísblöndu sem við þróuðum sjálf. Við blöndum ísinn okkar alveg frá grunni, handhrær- um og allt hráefni er ferskt. Fyrir vikið er ekki þetta þykka kremaða bragð sem er af íblöndunarefnum sem oft eru sett í hjá stærri verk- smiðjum. Fitan í okkar ís er úr rjómanum en ekki olíum eða feiti sem stundum er notað við stærri verksmiðjuframleiðslu. Okkur finnst mikilvægt að blanda frá grunni og nota eingöngu ferskt og gott hráefni.“ Aðeins það besta Ísgerðin notar ítölsk bragðefni frá litlu fjölskyldufyrirtæki á Ítalíu. „Þau eru vissulega dýr, en of boðslega góð. Góð bragðefni eru mikilvæg við ísgerð. Þarna koma alveg jarðarberjakjarnarnir með bragðefninu. Við þurfum til dæmis að sigta hindberjakjarnana frá vegna þess að þeir mega ekki fara í vélarnar. Við framleiðum ísinn sem fer í pakkningar og kúluís og mjúkís- inn sem fer á vélarnar. Fram- leiðsluferlið er eins en uppskriftin aðeins önnur eftir því hvort um mjúkís eða ítalskan er að ræða.“ Ísgerðin selur ísinn í ísbúðinni á Akureyri en pakkar einnig í hálfs lítra umbúðir ís sem seldur er í Hagkaupum, Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni um land allt. Vinsælar bragðtegundir eru Þristurinn og Kókosbolluísinn sem eru með vinsælu sælgæti frá Kólus, eða Sambó, eins og nöfnin gefa til kynna. „Okkur fannst mjög spennandi að nota íslenskt sælgæti og Þristurinn er búinn að vera vinsælasta sælgætið í mörg ár,“ segir Ásdís. Þristurinn er handhakkaður til að fá hann í nákvæmlega þeirri stærð sem hentar og bitar af sæl- gætinu eru í ísnum. „Þetta er sko alveg ekta handavinna. Það er nákvæmnisverk að hafa stærðina á bitunum rétta vegna þess að ef þeir eru of stórir verða bitarnir of harðir þegar þeir eru kaldir og ef þeir eru of litlir finnur fólk ekki nógu vel fyrir sælgætinu. Við erum ekki mikið í að nota venjulega vanillu í okkar ís. Það er of einfalt fyrir minn smekk. Van- illuísinn okkar er til dæmis ekki bara með vanillubragði heldur líka öðru bragði sem styður við og ýtir undir gott vanillubragð. Í öllum okkar ís notum við f leiri en eina bragðtegund til að kalla fram djúpt og margslungið bragð. Ég hef það fyrir reglu að mér verður að þykja ísinn góður til að við framleiðum hann,“ segir Ásdís. Sykurlausi ísinn frá Ísgerðinni kemur sterkur inn í janúar Ásdís segist ekki hafa tölu á þeim bragðtegundum sem eru í boði í ísbúðinni en sex tegundir eru í sölu úti um allt land. „Það er Þristurinn, Kókosís með kókos- bollum, Myntuís sem er blanda af myntu og súkkulaði, Kökudeig og svo er það Þrefalt súkkulaði sem er alveg löðrandi í súkkulaði. Síðan erum við með sykurlausan ís sem heitir Macros, alveg æðislegur, og hentar vel þeim sem telja kaloríur ofan í sig.“ Macros-ísinn er mjög vinsæll en ekki samt í desember. Fólk er greinilega ekki mikið að telja kaloríurnar í jólamánuðinum. Hann kemur svo sterkur inn í janúar. „Í desember erum við með hátíð- arís. Það er alltaf sami ísinn, sem mér finnst alveg ofboðslega bragð- góður. Þetta er blanda af súkkulaði og karamellu og svo nota ég ama- retto-bragðefni í hann til að fá smá marsipan-keim. Hátíðarísinn er framleiddur í hálfs lítra pakkn- ingar og líka sem ístertur og við höfum ekki undan að framleiða hann, svo vinsæll er hann. Fram til þessa hefur hátíðarísinn einungis verið fáanlegur í desember en nú verður einnig boðið upp á hann um páskana vegna ítrekaðra óska um það.“ Ísframleiðslan er í sama hús- næði og ísbúðin. „Við erum lítið fyrirtæki. Við erum þrjár sem vinnum á daginn og svo eru skóla- krakkar sem vinna á kvöldin, einn eða tveir. Þetta fjórfaldast alveg á sumrin. Ég hef verið spurð hvort ég ætli ekki að fara að opna í Reykjavík en það er dálítið stökk í umsvifum og utanumhaldi að gera það og við höfum ekki farið út í það enn þá. Við ætlum áfram að einbeita okkur að því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri. Ef fólk vill fá Ísgerðarís brakandi ferskan verður það að koma til Akureyrar.“ Hröð og góð afgreiðsla Ísgerðarísinn hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að erfitt er að setja sælgætisbita í verk- smiðjuframleiddan ís. Allur ís Ísgerðarinnar er handgerður og því getur hún boðið upp á ís með Þrista-molum og kókosbollum eða öðru sælgæti. En er ekki Brynju-ísinn helsta samkeppnin við Ísgerðina? „Nei, alls ekki. Hann er bara samkeppni eins og aðrar tegundir og mér finnst frábært að fólk geti valið úr mörgum framleiðendum og mörgum tegundum.“ Ísgerðin er með sjálfsafgreiðslu í ísbúðinni og fyrir vikið gengur afgreiðslan mjög hratt fyrir sig, jafnvel þegar bongó-blíða er úti. Fólk fær sér box, velur úr sex bragðtegundum og ferska ávexti, eða sælgæti, vigtar, borgar og fer svo út í blíðuna með sinn ís. „Við erum auðvitað líka með afgreiðslu þar sem hægt er að fá bragðaref, ís í brauði og svo framvegis en einnig erum við með salt, samlokur og ýmislegt fleira. En við erum eina ísbúðin á Akureyri sem er með sjálfsafgreiðslu. Krökkum finnst það voða spennandi. Við erum til dæmis enga stund að afgreiða heilu hópana á N1-mótinu og öðrum fjölmennum íþróttamótum sem haldin eru á Akureyri,“ segir Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir og vindur sér í að blanda hátíðarísinn í ístertur sem beðið er eftir. n Ísgerðin á Akureyri annar varla eftirspurn Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Ísgerðarinnar á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Hátíðarísinn er svo vinsæll í desember að Ísgerðin annar vart eftirspurn enda er hann algert lostæti. Ísinn frá Ísgerðinni er seldur í stórmörkuðum um allt land. Hægt er að velja um nokkrar tegundir af ísnum. 8 kynningarblað 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURÍS OG ÍSBÚÐIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.