Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 30

Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 30
Það eru enn nokkrir dagar í jólin og tími til að baka smá- kökur áður fyrir þau sem hafa áhuga. sandragudrun@frettabladid.is Nú eru flestir skólar komnir í jólafrí og margir búnir með jólaundirbúninginn að mestu og þá er tilvalið að hlusta á jólalög og eiga notalega stund saman við bakstur. Haframjöls- og rúsínukökur Þessar haframjöls- og rúsínukökur eru mjög góðar með kaffinu en það er hægt að dýfa þeim í smá bráðið suðusúkkulaði eftir að þær hafa kólnað til að gera þær extra góðar. 4 bollar haframjöl 3 bollar hveiti 4 bollar sykur 2 bollar rúsínur 400 g smjörlíki 2 tsk. matarsódi 2 egg Haframjöl, rúsínur og smjörlíki er hakkað saman í matvinnsluvél. Restinni er síðan blandað saman við og deigið hnoðað vel. Því næst er deiginu rúllað í lengjur sem eru skornar í sneiðar og settar á bökunarplötu. Kökurnar eru bakaðar við 170°-190°C í 5-12 mínútur eða þar til þær eru orðnar fallega brúnar. Hitastigið fer eftir ofni, það þarf lægri hita í blástursofn. Sænskar karamellusnittur – stökkar en samt örlítið mjúkar í miðjunni Þetta eru sænskar smákökur sem eru stökkar að utan en seigar í miðjunni, ótrúlega einfaldar að gera en alveg hrikalega góðar á bragðið. Uppskriftin dugar í 50-60 kökur. 200 g mjúkt smjör 2,25 dl sykur 4,5 dl hveiti 2 msk. síróp 2 tsk. matarsódi 2 tsk. vanillusykur (má líka nota vanilludropa) 2 tsk. mulið engifer (í góðu lagi að sleppa) Stillið ofninn á 180°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál þannig að þau verði að þéttu deigi. Ef smjörið er ekki nógu mjúkt er sniðugt að hnoða þetta í hönd- unum til að þetta blandist vel. Gerið 5-6 rúllur úr deiginu og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Hafið ágætt bil á milli rúllanna því þær fletjast út við baksturinn. Þrýstið smá á þær svo að þær fletjist út. Gerið rendur á þær með gaffli til að fá fallegt munstur. Bakið í ofni í 12-15 mínútur, allt eftir því hversu stökkar þær eiga að vera. Ef þær eru bakaðar stutt verða þær mjúkar og seigar, en ef þær eru bakaðar lengi verða þær stökkar. Þegar lengjurnar eru komnar úr ofninum eru þær skornar á ská í sirka 2 sentimetra breiðar sneiðar. Að lokum eru kökurnar látnar kólna áður en þær eru borðaðar af bestu lyst. Þessar smákökur geymast best í lokuðu íláti. n Girnilegar jólasmákökur Haframjöls- og rúsínukökurnar eru sérstaklega góðar með kaffibolla. Það er einfalt að búa til þessar sérlega ljúffengu sænsku karamellusnittur. OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 6 kynningarblað A L LT 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.