Fréttablaðið - 21.12.2021, Qupperneq 42
Kjartan Arnórsson var aðeins
tólf ára þegar hann gat sér
fyrst gott orð sem mynda-
söguhöfundur og var sextán
þegar myndasöguserían hans
um Svínharð Smásál hóf
göngu sína í Þjóðviljanum
sáluga. Þær tæplega 700
ræmur komu nýlega í leitirnar
og eru komnar út á bók.
toti@frettabladid.is
Þótt Kjartan Arnórsson, Kjarnó, hafi
lengi búið í Bandaríkjunum er hann
enn þekkt stærð í íslenska mynda-
sögubransanum enda ákveðinn
frumkvöðull. Hann var ekki nema
fjórtán ára, 1979, þegar Fjölvi gaf út
hans fyrstu myndasögubók, Pétur
og vélmennið: Vísindaráðstefnan
sem er fyrsta íslenska myndasögu-
bókin þar sem ein saga fyllir heila
bók.
Tveimur árum síðar fylgdi hann
ævintýrum Péturs og vélmennisins
eftir með bókinni Frosinn fjár-
sjóður. Fyrstu myndasögur Kjartans
birtust hins vegar í Þjóðviljanum
þegar hann var tólf ára og þar átti
Svínharður Smásál fastan samastað
á myndasögusíðu blaðsins um árabil
á fyrri hluta níunda áratugarins.
„Athyglin var næstum engin, ef ég
man rétt,“ segir Kjartan þegar hann
er spurður hvort frægðarljóminn
hafi verið mikill á sínum tíma. Ekki
síst í ljósi þess að hann var stundum
gestur í Stundinni okkar í Sjónvarp-
inu þar sem vinsæl aukapersóna úr
Svínharði Smásál, Kafteinn Ísland,
fékk síðar fimm mínútna þætti í
sjónvarpsþættinum.
„En sem leið til að afla vasapen-
inga fyrir skegglausan táning, þá
þótti mér þetta frábært!“
Gamaldags klíkuskapur
Þegar Kjarnó er spurður hvort hann
hafi horft til einhverra myndasögu-
fyrirmynda í byrjun stendur ekki á
svari sem kemur ekki mjög á óvart
þar sem hér var fátt annað í boði á
gráum árum hafta og leiðinda en
reytingur af hasarblöðum frá Mar-
vel og D.C. Comics að ógleymdum
Ástríki, Tinna, Lukku-Láka og fleiri
evrópskum kempum.
„Allt þetta! Ekkert snobb hér. Ég
var eins og besta ruslatunna, tók
við öllu.“
Þjóðviljinn var, eins og ellismellir
sjálfsagt muna, málgagn Alþýðu-
bandalagsins og því lengst vinstra
megin við miðju íslenskra stjórn-
mála. Kjartan segist þó aðspurður
ekki hafa verið pólitískt ungmenni.
„Nei, engan veginn. Ég hafði enga
pólitík. Svínharður birtist í Þjóð-
viljanum vegna þess að ég var með
innanbúðartengsl. Klíkuskapur var
algengur í dentíð,“ segir Kjartan sem
er sonur Arnórs heitins Hannibals-
sonar, prófessors í heimspeki, og
stóri bróðir Þóru, ritstjóra Kveiks.
Lítið hefur til Svínharðs spurst
síðan hann hvarf af síðum Þjóð-
viljans þangað til Kjartan kom alls
konar dóti í geymslu hjá Jean Anto-
ine Posocco, myndasöguútgefanda
hjá Froski.
Núðlur með smjöri
„Tilviljun réð því eiginlega að ég
fékk alla strimlana hans, eins og þeir
lögðu sig, í geymslu og mér brá þegar
ég sá hversu staflinn af Svínharði var
þykkur,“ segir Jean sem furðaði sig
á því að engum hefði dottið í hug
að „dusta rykið af þessum frábæru
teiknimyndasögum og gera þeim
hærra undir höfði.“
Hann ákvað því sjálfur að láta
slag standa eftir að hafa skoðað
myndirnar oft og lengi. „Það var ekki
hægt að sitja á gullkistu og láta eins
og þetta væri gamalt dót sem enginn
vissi lengur að væri til eða vildi ekki
lengur sjá.
Og þegar ég spurði Kjartan hvort
það væri ekki sniðugt að gefa Svín-
harð út í bókarformi fannst honum
það bara í lagi. Svaraði eins og hann
hafi verið spurður um hvort hann
vildi fá núðlur í smjöri í matinn.“
Klám í grautinn
Kjartan flutti til Bandaríkjanna fyrir
margt löngu þar sem hann elur enn
manninn.
En hvað varð til þess að þú fluttir
út og hvað hefurðu verið að sýsla þar
ytra?
„Elta stelpur!“ svarar Kjarnó að
bragði og bætir við: „En í hjáverkum
teiknaði ég heilmikið. Ef einhver vill
sjá hvað ég hef verið að gera upp á
síðkastið kíkið þá á Patreon.com/
Karno/overview,“ segir Kjarnó áður
en hann vindur sér í upptalningu á
því helsta sem hann hefur verið að
teikna í seinni tíð:
„The Mink, ævintýri galdranorn-
ar. Herman Orca, ævintýri rottu sem
vill ekki láta éta sig og svo spannst
löggusaga út úr þeirri sögu, Meat on
her Bones, sem má líka sjá á Patreon.
Og svo er klám á sunnudögum!“
Já, þú hefur líka eitthvað fengist
við að teikna frekar djarfar sögur.
Hvernig kom það til?
„Ég var bláfátækur og hjólgraður
táningur. En þar sem ég kunni að
teikna, þá gat ég teiknað eigið klám.
Datt svo í hug að ég gæti heimtað
peninga af fólki til að fá að lesa það
líka. Hrein frekja, en það virkaði!“
Svínharður snýr aftur
Kjartan segist ekki hafa hugsað
mikið til Svínharðs frá því gengið
var frá strimlunum ofan í kassa.
„Ég reyndi einu sinni að gera enska
útgáfu af Svínharði, en það fór
hvergi. Ég er mjög þakklátur Jean
fyrir framtakið.“
Jean gekk síðan í að skanna mynd-
irnar og raða þeim í töluröð. „Mikið
verk var unnið og útkoman er falleg,
skemmtileg bók með tilfinningalegt
gildi sem á eftir að kalla fram gamlar
minningar og bros hjá mörgum. Það
er engin spurning,“ segir Jean.
Kjartan gerði stuttan stans á
Íslandi til þess að fylgja bókinni úr
hlaði með áritun í Nexus á föstu-
daginn var og hitti þá fyrir gamla
aðdáendur Svínharðs.
„Viðbrögðin voru mjög jákvæð.
Ótrúlegt hvað margir mundu eftir
þessari gömlu runu af aulabrönd-
urum!“ segir Kjarnó sem útilokar
ekki að í kjölfarið muni fleiri gamlir
kunningjar, til dæmis Kafteinn
Ísland og Pétur og vélmennið, skjóta
upp rykugum kollunum.
„Ég er búinn að láta skanna inn
alla gömlu Kafteins Íslands-teikn-
ingarnar úr sjónvarpsþáttunum.
Nú vantar bara tímann til að safna
þessu í bækur.“ n
Kjarnó teiknaði klámið sitt sjálfur
Kjartani
Arnórssyni og
Svínharði var vel
tekið í Nexus
þótt yngri nör-
darnir þar hafi
hvorki þekkt á
þeim haus né
sporð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Fimmaurabrandarar Svínharðs Smásálar þykja eldast merkilega vel.
toti@frettabladid.is
Engilbert Arnar
stofnandi Face
book hópsins
Costco Gleði.
„Það er alltaf
eitthvað nýtt að
koma en þetta
eru vörurnar sem
fólk hefur verið
að spyrja mig hvað mest um,“
segir Engilbert Arnar, stofnandi
Facebook- hópsins Costco Gleði.
„Þetta eru þær vörur sem hafa
komið aftur og aftur,“ segir Engil-
bert en áréttar þó að allt sé þetta
núna meira eða minna uppselt.
1. Gourmia Air Fryer
„Airfryerinn er klárlega vinsælasta
jólagjöfin þetta
árið! Loftsteik-
ingarpotturinn
frá Gourmia með
360° Fry Force
tækninni er vara
sem mokselst,“
segir Engilbert.
2. Playstation 5
„Vinsæla leikjatölvan
er Playstation 5 frá
Sony,“ segir Engilbert
og varla þarf að hafa
miklu fleiri orð um
sturlaða eftirspurn-
ina eftir þessari vél
sem er löngu búin
að æra óstöðuga og
flesta hina líka.
3. Agit-snjóþotubretti
Agit-snjóþoturnar hafa runnið út
að sögn Engilberts þrátt fyrir að
rennslisgrundvöllurinn, sjálfur
snjórinn, hafi verið af skornum
skammti sunnan heiða.
4. The Comfy Originals
„Þessi þægilegu teppi sem hægt
er að klæða sig í hafa verið mjög
vinsæl,“ segir Engilbert um vöruna
sem hann telur óhætt að setja í
fjórða sæti.
5. Squishmallows
„Þetta eru bangsar sem hægt er
að kreista. Þeir stærstu eru 24
tommur og þeir ruku út. Mjög vin-
sæl jólagjöf. Þeir eru algjörir risar.
Það komu fjögur bretti af þessum
skrímslum og þau ruku út.“ n
Costco-jólagjafir
á gufusuðupunkti
n Sérfræðingurinn
KVIKMYNDIR
Spider-Man:
No Way Home
Leikstjórn: Jon Watts
Aðalhlutverk: Tom Holland,
Zendaya, Benedict Cumberbatch
Þórarinn Þórarinsson
Loksins kom almennileg og smekk-
lega ofhlaðin Marvel-mynd í tæka tíð
til þess að lyfta þessu heldur þreytta
veiruári á aðeins hressilegra plan.
Samt er nú vissara að sveifla sér
varlega til jarðar eftir þá tilfinninga-
þrungnu og smekklega ofhlöðnu
tveggja og hálfrar klukkustundar
þeysireið sem Spider-Man: No Way
Home blessunarlega er og styggja
engar krumpaðar sálir elítista sem
finna ofurhetjumyndum allt til
foráttu með því að lýsa hana bestu
mynd ársins. En skemmtilegust er
hún.
Tom Holland hefur aldrei verið
betri sem Peter Parker, gelgjan
ákafa sem sveif lar sér, sem hinn
undraverði Köngulóarmaður, í frí-
stundum og lumbrar á föntum og
fúlmennum. Á milli þess sem hann
gengur í stærri verkefni og bjargar
heiminum.
Sem er akkúrat það sem hann
þarf að gera eftir að hinn marg-
boðaði fjölheimur Marvel opnast
nú fyrst fyrir alvöru í bíó og fjand-
inn verður laus þegar ofurskúrkum
eldri Spider-Man mynda opnast
greiður aðgangur að þessum heimi.
Þegar sótraftar á borð við Green
Goblin, Doctor Octopus, Electro,
The Lizard og Sandman hrúgast
saman í einni og sömu myndinni
er ekki von á góðu. Eða jú, að vísu,
fyrir Marvel-aðdáendur og aðra
réttþenkjandi áhorfendur þar sem
við tekur heilmikil veisla þar sem
borðin svigna undan gómsætu
aðdáendadekri í mynd sem er full-
komlega á pari við Infinity War og
Endgame.
Enda hefur verið haft á orðið að
No Way Home sé Endgame Spider-
Man bálksins og hún stendur undir
því og gott betur. Myndin sækir
enda ekki slagkraft sinn fyrst og
fremst í geggjaðan hasar heldur
er ofið á tilfinnngaleg djúpmið og
mikið lagt í samtöl sem eru á köflum
mjög svo lúmskt fyndin í meðvituðu
meta-gríni Lóa að sjálfum sér.
Ofureflið hér væri hvaða Marvel
hetju sem er ofviða en Tom Hol-
land er þó ekki alveg einn síns liðs
þar sem hann er þrefaldur í roðinu
með aðstoð forvera sinna, Tobey
Maguire og Andrew Garfield. Sam-
spil, samleikur og samræður þessa
þrigga Köngulóarmanna eru algert
nördagull sem geirneglir No Way
Home sem eina allra, allra bestu
Marvel-myndina. n
NIÐURSTAÐA: Þetta er ekki
flókið. No Way Home er geggjuð
Marvel-mynd, besta Spider-Man
myndin og bara sturlað góð
skemmtun sem hreyfir við nörda-
hjörtum. Drullisti því í bíó! Lesið
samt fyrst lengri útgáfuna af bíó-
dómnum á Fréttablaðið.is
Nánar á frettabladid.is
Þrefaldur gelgjuskammtur af vonum og æskufjöri
Tom Holland toppar algerlega.
26 Lífið 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGUR