Fréttablaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.12.2021, Blaðsíða 44
Metsala varð á Bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins. Alls seldust 32.500 slaufur og 380 viðhafnarslaufur. Slaufan tengist árlegu átaksverkefni til stuðnings baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Hlín Reykdal þótti heiður að fá að hanna slaufu ársins enda stendur málefnið henni nærri. ninarichter@frettabladid.is Salan á Bleiku slaufu Krabba- meinsfélagsins sló met í ár en ágóð- inn rennur til fjölbreytts fræðslu-, vísinda- og forvarnarstarfs félags- ins. Slaufan var til sölu fyrri hluta október í 300 verslunum um land allt. Hlín Reykdal hannaði slaufuna að þessu sinni og gaf alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu hennar og hefur afhent Krabbameinsfélag- inu þær 3,6 milljónir króna sem sala Sparislaufunnar 2021 skilaði. Hönnuð fyrir allan aldur Hlín segir að hún hafi í upphafi ákveðið að gera hálsmen en ekki nælu. „Ég vildi gera slaufu sem myndi henta breiðum aldurshópi. Eitthvað sem stelpurnar mínar myndu ganga með og líka amma.“ Hlín segist í í samtali við Frétta- blaðið sömuleiðis hafa ákveðið strax að hafa slaufuna gyllta. „Gull og bleikur eru svo fallegir saman. Ég fór í slatta þróunarvinnu með þessar slaufur á vinnustofunni minni. Innblásturinn var út frá þessu slagorði: Verum til,“ segir Hlín sem heillaðist mjög af slag- orðinu. „Verum til staðar, verum til í dag. Mér fannst það smart pæling og við tókum það með í hönnunar- ferlið. Ég vildi líka hanna slaufuna þannig að eftir október væri til dæmis hægt að taka slaufuna af, og vera bara með skjöldinn með þessu fallega slagorði, Verum til.“ Mikið og mikilvægt starf „Það var mikill heiður fyrir mig að fá þetta mikilvæga verkefni, af því að Krabbameinsfélagið reiðir sig aðeins á sölu og styrki af þessum toga, en ekki á fjárframlög frá rík- inu,“ segir skartgripahönnuðurinn. „Þau eru að vinna þarna stórkost- legt starf, fyrir bæði aðstandendur og þá sem eru að glíma við krabba- mein og líka eftirmeðferð. Ég vissi ekki fyrr en núna hversu umfangs- mikið starf þau vinna og það kom mér á óvart,“ segir Hlín og bætir við að samstarfið hafi verið sérstak- lega ánægjulegt. „Það var svo gaman að vinna með félaginu, þetta er allt svo magnað fólk.“ Málefnið stendur Hlín nærri en faðir hennar, myndlistar- maðurinn Jón Reyk- dal, lést úr krabba- meini ár ið 2013. „Maður hefur þannig upplifað þennan sjúk- dóm af eigin raun,“ segir hún. n Hlín Reykdal þótti mikill heiður að hanna Bleiku slaufuna. MYND/DÓRA DÚNA AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég vissi ekki fyrr en núna hversu umfangs- mikið starf þau vinna og það kom mér á óvart. odduraevar@frettabladid.is Ný tíu laga plata með Grúski, Grúsk II – Beneath it all, er komin út á Spot- ify og á geisladisk. Á plötunni eru tíu lög og textar eftir Einar Oddsson, en hann segir að platan hafi upphaf- lega átt að koma út f ljótlega eftir útkomu fyrri plötu sveitarinnar, en sú plata kom út fyrir tíu árum. „Við gáfum út plötu fyrir tíu árum og þessi plata er framhald og var svo gott sem tilbúin f ljótlega eftir þá fyrri. Hún átti því að koma út fyrr en svo bara líður tíminn og áður en maður vissi af voru þetta orðin tíu ár,“ segir Einar. Hann er ánægður með afraksturinn. Grúsk er stúdíóhljómsveit sem er mynduð í kringum lagasmíðar Einars, þar sem hinir ýmsu tón- listarmenn koma við sögu og andi tónlistar áttunda áratugarins svífur yfir vötnum. Upptökustjórn á plötunni var í höndum Péturs Hjaltested. „Ég samdi megnið af þessum lögum þegar ég var unglingur, svona milli 1975 og 1980,“ segir Einar, en textana segist hann hafa samið síðar. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli og fínt að þetta er nú loks komið fyrir sjónir almenn- ings. þá er þetta ekki lengur bara niðri í skúffu.“ n Seint kemur Grúskari en kemur þó Einar Oddsson tónlistargrúskari fylgir Grúski eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Metsala á Bleiku slaufunni skilaði á fjórðu milljón AFGREIÐSLUTÍMI TIL JÓLA MÁN. - MIÐ. 20. - 22. DES. 11–19 FIM. 23. DES. 11–20 FÖS. 24. DES. 10–13 JÓLADAGUR 25. DES. LOKAÐ 2. Í JÓLUM 26. DES. LOKAÐ MÁN. - FIM. 27. - 30. DES. 11–18 FÖS. - SUN. 31.DES. - 2. JAN. LOKAÐ MÁN. 3. JAN. 11–18 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN LÚXUS SLOPPAR Nú frá 19.920 kr. Fullt verð frá: 24.900 kr. VERÖLD HVÍLDAR BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Verð 9.900 kr. www.betrabak.is TEMPRAKON ERGOMAGIC KODDI Koddi með memory foam svampi og innbyggðri hitastýringu. Verð 26.900 kr. 21.520 kr. J Ó L AV E RÐ STORMUR HEIL SUINNISKÓR Með NÍU svæða nuddinnleggi nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Heilsuinniskórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. TEMPRAKON ZONE SÆNG Sæng með innbyggðri hitastýringu. Fylling: Gæsadúnn og fjaðrir. 135x200 cm. Verð 59.900 kr. 47.920 kr. J Ó L AV E RÐ JOOP RÚMFÖT CORNFLOWER 140x200 cm. 100% egypsk bómull. Verð: 25.900 kr. 20.720 kr. J Ó L AV E RÐ ELEGANTE RÚMFÖT BRILLIANT 140x200 cm. 100% egypsk bómull. Verð: 28.900 kr. 23.120 kr. J Ó L AV E RÐ A F S L ÁT T U R 20% A F S L ÁT T U R 20% A F S L ÁT T U R 20% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 28 Lífið 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.