Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 8
hjorvaro@frettabladid.is FRAKKLAND Brigitte Macron, eigin- kona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, ætlar að krefjast miska- bóta vegna sögusagna sem birtust á vefsíðu hægrisinnaðra afla þess efnis að Birgitte hefði fæðst karl- kyns og farið í kynleiðréttingu. Jean Ennochi, lögmaður Macron- hjónanna, greinir frá þessu í samtali við BBC. Sögusagnirnar eiga rót sína að rekja til skrifa Natöchu Rey. Eftir að sagan var birt á téðri vef- síðu fór hún eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla þar sem því var haldið fram að Birgitte hefði fyrir kynleiðréttingu heitið Jean-Michel Trogneux. Þegar Emmanuel var kjörinn forseti Frakklands árið 2017 gerðu fjölmiðlar sem aðhyllast hægri arm franskra stjórnmála mikið úr þeirri staðreynd að Brigitte væri 25 árum eldri en Emmanuel. Frakkar ganga að kjörborðinu næsta vor og kjósa sér forseta. Emm- anuel hefur ekki tilkynnt um fram- boð en það hafa Valérie Pécresse, fulltrúi Repúblikanaf lokksins og Eric Zemmour, hægrisinnaður sjón- varpsmaður, gert. n Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Alltaf opið á www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Næg bílastæði Nóg pláss inni í versluninni Innpökkunarborð og merkimiðar GERÐU JÓLAINNKAUPIN HJÁ OKKUR OPIÐ TIL 19 Í KVÖLD OG 10–14 Á AÐFANGADAG GLEÐILEG JÓL Tækin frá Controlant eru sett með vörunum sem fluttar eru milli landa og þau senda upplýsingar upp í skýjalausnir Contro l­ ant um hvar varan er og hvort að hún sé óskemmd. Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant Hugbúnaður frá íslenska fyrirtækinu Controlant greindi að ekki var rétt hitastig á sjógámum með brjóstakrabbameinslyfjum sem senda átti frá Bandaríkj- unum til Evrópu, sem kom í veg fyrir að lyfin eyðilegðust, en tjónið hefði orðið tuttugu milljarðar króna. elinhirst@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það urðu mann- leg mistök. Þetta voru hitastýrðir sjógámar með lyfjum við brjósta- krabbameini sem áttu að fara frá Bandaríkjunum til Evrópu,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri íslenska tækni- og hugbúnaðarfyrirtækisins Controlant. „Það höfðu verið pantaðir gámar sem áttu að halda 20 stiga hita, en svo kom í ljós þeir höfðu verið stillt- ir á 15 gráður, sem hefði eyðilagt lyfin. Það tók enginn eftir þessu, en hugbúnaðurinn okkar nam þetta sem betur fer í tíma og það náðist að leiðrétta hitastigið,“ segir Gísli, sem var gestur í Markaðnum á Hring- braut í gærkvöldi. „Þetta voru þrjár sendingar af lífs- bjargandi krabbameinslyfjum, að andvirði um 20 milljarða íslenskra króna, þannig að þarna var gríðar- legum verðmætum bjargað frá eyðileggingu með hugbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Til samanburðar má geta þess að heildargjöld til umhverfismála eru rúmir 25 millj- arðar króna, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2022. Controlant starfar nú í öllum heimsálfum, hefur meðal annars vaktað f lutninga á 25 prósentum af öllum Covid-bóluefnum til 200 landa í heiminum. Hjá fyrirtækinu starfa 350 manns og vinnur það mest með lyfjageiranum. „Við hjálpum viðskiptavinum okkar að koma vörum sínum á leiðar enda án þess að neitt komi f yrir, með rauntímavöktun á ástandi og staðsetningu,“ segir Gísli. Til þess er notaður tækjabúnaður sem fyrirtækið framleiðir sjálft í milljónatali. Tækin eru sett með vörunum í f lutningi milli landa og þau senda upplýsingar upp í skýja- lausnir Controlant um hvar varan er og hvort að hún sé óskemmd. Controlant sér einnig um að vakta allar vörur í rauntíma, allan sólarhringinn, og hefur samband við flutningsaðila ef eitthvað kemur upp á, til að koma í veg fyrir að varan skemmist. Gísli segir að það séu þó nokkur dæmi þess að Controlant hugbún- aðurinn hafi komið í veg fyrir að mikil verðmæti færu í súginn. Hann minnist tveggja annarra lyfjasend- inga, en hvor um sig hafi verið að andvirði um 7 milljarða íslenskra króna, sem hugbúnaðurinn bjarg- aði frá skemmdum. „Vörur í lyfja- bransanum er þannig að tjónið skiptir oftast hundruðum milljóna ef ekki milljörðum, ef skakkaföll verða,“ segir hann. Controlant er einnig með stóra viðskiptavini í matvælageiranum í Bandaríkjunum. Gísli segir að gríðarleg sóun sé í f lutningi á mat- vælum, vegna þess hve matvæli séu viðkvæm vara. Að sögn hans er talið að um 30 til 40 prósenta rýrnun verði í flutningum á matvælum. Það sé því til mikils að vinna að koma í veg fyrir alla þá sóun, með betri vöktun. n Krabbameinslyfjum fyrir tuttugu milljarða bjargað Gísli Herjólfs- son, forstjóri tækni- og hugbúnaðar- fyrirtækisins Contro lant, sem vaktar flutninga á viðkvæmum vörum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Macron hyggst sækja bætur vegna sögusagna um kynleiðréttingu gar@frettabladid.is GRINDAVÍK „Það voru bara nokkuð góðir tveir skjálftar sem komu í morgun og það skalf vel hér,“ sagði Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, þar sem hún sat í kirkj- unni í gær að undirbúa predikun sína fyrir aðfangadagskvöld. Í fyrradag, aðeins þremur dögum eftir að vísindamenn lýstu formlega yfir lokum eldgossins í Geldinga- dölum, hófst aftur jarðskjálftahrina sem skekur íbúa Grindavíkur mest allra. Aðspurð játaði séra Elínborg að náttúruhamfarirnar og heims- faraldurinn myndu að einhverju leyti setja mark sitt á jólapredikun hennar. „Það eru breytingar í heiminum, bæði út af Covid, náttúruham- förum og loftslagsbreytingum. Jólin eru svo miklir töfrar. Oftar en ekki erum við kölluð til þess á aðfangadagskvöldi að rýna í okkur, það er þannig andrúmið. Ég held að ég kalli fólk til þess að skoða sitt eigið líf og hvernig lífi það vill lifa í breyttum heimi þar sem þarf að aðlaga sig og breyta afstöðu sinni,“ sagði Elínborg. Þegar rætt var við Elínborgu í gær var alveg óljóst hvort skjálftarnir myndu halda áfram. „Ef þetta er aftur komið á hreyfingu þá erum við kölluð aftur inn í þetta ferli sem við vorum í og auðvitað eru margir mjög uggandi. Þú getur ekki stjórn- að þessari jörð; hvort hún hristist eða ekki. Fólk verður dálítið hrætt og sefur ekki. En flestir eru nokkuð æðrulausir gagnvart þessu,“ sagði sóknarpresturinn. Við venjulegar aðstæður komast allt að 450 fyrir í Grindavíkurkirkju en í tveimur messum á aðfangadag og á jólanótt verður aðeins pláss fyrir 150 í þremur 50 manna hólf- um. Að auki verður helgihaldinu streymt á vefnum. n Stefnir í jólamessu með jarðskjálftum Ég held að ég kalli fólk til þess að skoða sitt eigið líf og hvernig lífi það vill lifa í breyttum heimi. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík Forsetahjónin á góðri stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.