Fréttablaðið - 23.12.2021, Page 21

Fréttablaðið - 23.12.2021, Page 21
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 23. desember 2021 Kolbrún María Másdóttir les Krakkafréttir hjá RÚV og þykir starfið einstaklega skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Vekur athygli í Krakkafréttum Kolbrún María Másdóttir hefur vakið athygli fyrir per- sónulegan og litríkan fatastíl. Sömuleiðis hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir út- geislun sína, fallega framkomu og frammistöðu á skjánum hjá RÚV. 2 Skötuát tíðkast á Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA oddurfreyr@frettabladid.is Við höldum upp á Þorláksmessu þann 23. desember til minningar um Þorlák helga Þórhallsson, sem lést á þessum degi árið 1193. Árið 1984 varð hann fyrsti og eini íslenski dýrlingurinn sem hefur hlotið staðfestingu frá páfa. Þorlákur vígðist sem prestur þegar hann var ungur og fékk svo menntun erlendis. Eftir að hann kom heim innleiddi hann Ágústínusarregluna á Íslandi og varð svo ábóti og seinna biskup í Skálholti. Hann vann að siðbót á Íslandi og reyndi að innleiða lög og venjur sem kirkjan beitti sér fyrir í öðrum löndum. Það var Jóhannes Páll páfi II sem útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands og um leið er hann verndari Kristskirkju í Reykjavík. Aðalhátíðin áður að sumri Þorláksmessa var tekin upp árið 1199 og árið 1237 var Þorláksmessa að sumri tekin upp þann 20. júlí til minningar um að þann dag árið 1198 voru bein hans tekin upp svo hægt væri að heita á þau. Þorláks- messa að sumri var mikill hátíðis- dagur fram að siðaskiptum. Í seinni tíð hefur Þorláksmessa orðið hluti af jólaundirbúningnum og helsta hefðin er að borða kæsta skötu, en sú hefð á uppruna sinn á Vestfjörðum. n Dagur Þorláks hins helga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.