Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.12.2021, Qupperneq 26
Á morgun klukkan sex hringja kirkjuklukkur inn heilög jól. Þá tilheyrir að fara í spariföt og sitt fínasta púss. thordisg@frettabladid.is Íslendingar þekkja það vel að fara í jólaköttinn ef þeir eignast ekki nýja flík fyrir jólin. Því tíðkast að kaupa ný jólaföt handa börnunum en líka sitthvað nýtt fyrir fullorðna fólkið, hvort sem það eru ekki nema glænýir jólasokkar eða nærföt, þótt oftast sé valinn sérstakur jólakjóll, jakkaföt og jólaskór til að skarta á aðfangadags- kvöld og í jólaboðum hátíðanna. Tískan spilar auð- vitað stórt hlutverk um hver jól og þótt vinsælasta jólagjöfin í ár sé þægilegur jogginggalli, og takmark- anir heims- faraldursins kalli á notalegan og lát- lausari jólafatnað hjá mörgum, er sann- kallað augnayndi og gaman að dást að jólatískunni frá sjötta áratugnum. Þá ríkti gullöld heimilisrómantíkur og tindrandi kvikmyndastjarna sem lögðu mikið upp úr stórkostlegum og íburðarmiklum jólakjólum sem voru listaverk í sjálfu sér og sannkallað jólaskart eitt og sér. Hér má sjá nokkrar af stærstu stjörnum þeirra tíma í jólakjólunum sínum og víst að frum- legheit í kjólahönn- un voru ekki síður uppi þá en á okkar dögum. Þá er ekki síður gaman að sjá skreytt jólatré þess tíma og hvernig umhorfs var innanhúss. n Gamaldags jólakjólaglamúr Bandariska kynbomban Jayne Mansfield skreytir jólatré. Breska kvik- myndagyðjan Elizabeth Taylor í jólafötunum. Að klæðast kjól eða kvenlegri flík í líkingu við jólasveinabúning varð snemma vinælt um jól. Leikkonan Susan Hayward aldeilis jólafín í hvitum síðkjól. Kvikmynda- stjarnan Ava Gardner í safírgrænu jóla- dressi. Tíska um jól er jafnan sveipuð glamúr og þá þykir flestum gaman að klæða sig upp svo eftir sé tekið. OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 6 kynningarblað A L LT 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.