Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 9

Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 9
ÁVARPSORÐ — SUÐUR Að fara suður er orðið nokkuð gamalt hugtak meðal Islendinga, og ekkert var athugavert við það, að menn skryppu til höfuðstaðarins í verzlunarerindum og af öðrum persónulegum ástæðum. Þeir skiluðu sér að jafnaði heim aftur á tilskildum tíma og héldu áfram að sinna sínum störfum hver í sinni heimabyggð. Að fara suður merkir viðast á landinu að fara til Reykjavíkur, og svo rammt kveður að rótfestu þessa hugtaks í málinu, að jafnvel Vest- mannaeyingar tala um að fara suður, þegar þeir ætla til Reykjavíkur, þótt farið sé sem næst beint í norður. Að fara suður í þessari merkingu felur í sér dálitla tilbreytingu, og hafði kannski á sér ofurlítinn ævintýrablæ hér áður fyrr, ekki sízt f augum barna og unglinga. Að vísu eru slíkar suðurferðir orðnar tiltölu- lega hversdagslegar með tilkomu nútímasamgöngutækja og vegakerfis, og fjölmiðla, sem flytja undur veraldar inn í stofur útkjálkabúa. Mesti ljóminn er því farinn af þessari hlið suðurferða. 1 stað hinna gömlu suðurferða einstaklinga, upphófust nýjar ferðir, sem áttu sér óskyldar orsakir og tilgang. Annars vegar var um að ræða vandamál lífsafkomu og hins vegar aðdráttarafl aukinna þæginda og tekna fyrir sunnan. Ástæðumar eru alþekktar og þurfa ekki skýringa við á þessum vettvangi. Fólk hefur flykkzt á brott frá óblíðum ströndum og fiskiþurrð og lái þvi hver sem vill. Slíkt ber að skoða I raunsæu Ijósi, og sé það gert, hlýtur sanngjarn dómari að komast að þeirri nið- urstöðu, að engin tiltæk meðul gætu stemmt stigu við slíkri þróun í dag. Og enn fækkar fólki á Ströndum. Það ætlar suður í haust. Ennþá mun fjölga yfirgefnum mannvirkjum og hnípnir mannabústaðir biða vetrarins í auðn og tómi. Veraldleg verðmæti, sem ekki má lengur nýta. Arfurinn aldagamli, steyptur i svipmót harðbýlla stranda, tekur sér fari suður í angurværu brjósti öldungsins, sem tók við honum í granda- leysi og sem sjálfsögðum hlut, alls óvitandi um þá félagslegu þróun, sem nú sópar öllu „suður“ eins og litli bæjarlækurinn, sem verður að beljandi stórfljóti í leysingum og kollvarpar öllu, sem hann var aðeins lítill hluti af sjálfur. Já, suður. En römm er sú taug — og margt mun verða hugsað og „rótslitnum kvistum“ tíðlitið í sálarfylgsnin. Megi þeim farnast vel á suðurslóðum, og megi þeim auðnast að skila því bezta af arfinum, því salti jarðar sem magnaðist á Ströndum norður og er þeirra skerfur til hins bezta í íslenzku mannlífi. I.K.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.