Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 12
Bergþór Jóhannsson frá Goðdal:
Suðræn mosategund á
Ströndum
Telja má, að rannsóknir á íslenzku mosaflórunni hafi hafist
fyrir nokkurn veginn nákvæmlega tveim öldum. Á síðasta þriðj-
ungi átjándu aldar og á nítjándu öld voru þessar rannsóknir í
mjög smáum stíl. Erlendir náttúrufræðingar og ferðamenn söfn-
uðu mosum hér af og til á þessu tímabili, en þetta var afar til-
viljanakennd söfnun og magnið lítið sem safnað var. í lok nítj-
ándu aldar fara nokkrir íslenzkir náttúrufræðingar og áhuga-
menn að safna hér mosum, langafkastamestur þeirra var Ólafur
Davíðsson á Hofi í Hörgárdal. Stórátak var gert í þessum rann-
sóknum á árunurn 1909—1914, er danski mosafræðingurinn
Hesselbo var fenginn til skipulegrar söfnunar og úrvinnslu á ís-
lenzkum mosum. Niðurstöður Hesselbos birtust árið 1918 í
safnritinu Botany of Iceland (August Hesselbo; The Bryophyta
of Iceland, Bot. Icel. 1: 395—677). Með þessu riti Hesselbos
fékkst nokkuð gott yfirlit yfir íslenzku mosaflóruna, sem þótti þá
þegar að mörgu leyti athyglisverð. Hesselbo ferðaðist um landið
í þrjú sumur og fór víða en ekki kom hann á Strandir frekar en
þeir, er áður höfðu safnað hér mosum. Fram til 1960 verða
þessar rannsóknir jafnglompóttar og áður, og engir virðast á þess-
um tíma hafa safnað á Ströndum. Mér vitanlega eru því engir
mosar frá Ströndum til í söfnum frá því fyrir 1960. Tveim öld-
um eftir að rannsóknir á íslenzku mosaflórunni fara af stað er því
mosaflóra Stranda enn alveg ókönnuð.
Þegar farið var að kanna mosaflóru Stranda, kom í ljós, eins
og reyndar vænta rnátti, að hún var að ýmsu leyti merkileg. Dóra
Guðjohnsen safnaði mosum í Bjarnarfirði, aðallega á Klúku og
10