Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 13

Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 13
í Goðdal, sumarið 1961. Ég safnaði mosum á Ströndum sum- arið 1967, aðallega í Steingrímsfirði, einnig lítillega í Bjarn- arfirði. Sumarið 1969 safnaði ég aftur mosum á Ströndum, langmestu í Bjarnarfirði, einkum í Goðdal, einnig á Bölum, á nokkrum stöðum í Arneshreppi og víðar. Urvinnslu úr ferðinni 1969 er hvergi nærri lokið enn, en þó má geta þess, að þá fundust í Goðdal að minnsta kosti tvær tegundir, sem hvergi hafa fundist áður á Islandi, óx önnur í jarðhita en hin er há- fjallategund, sem eflaust vex víðar á landinu, en ekki verður fjallað um þær hér. Sú mosategund, sem ég ætla nú að gera að umtalsefni, hefur fundist á fjórum stöðum á landinu. Hesselbo fann hana árið 1912 við Englandshver í Lundarreykjadal í Borgarfirði, Dóra Guð- johnsen árið 1961 á Klúku í Bjarnarfirði, ég fann hana við Reykjaneshveri í Gullbringusýslu árið 1965 og í Goðdal árið 1969. Á öllum fundarstöðunum vex hún í volgum jarðvegi við heitar laugar. Vísindaheiti hennar er Funaria attenuata (Dicks.) Lindb. Teikningin af henni er gerð af höfundi eftir íslenzkum eintökum og eru skýringar óþarfar, nema hvað rétt er að geta þess, að 1 „u“ er einn þúsundasti úr millimeter. Fram til ársins 1968 var þessi tegund þó ekki talin til íslenzku mosaflórunnar, því eintökin höfðu verið rangt nafngreind. Sú uppgötvun, að um þessa tegund var að ræða var mjög óvænt, því ég átti ekki von á henni hér- lendis. Utan Islands vex þessi tegund fyrst og fremst í kringum Mið- jarðarhafið. Austan og sunnan Miðjarðarhafs hefur hún fundist á Sinaiskaga, í Sýrlandi, Egyptalandi, Alsír og Marokkó og norð- an Miðjarðarhafsins á Adríahafsströnd Júgóslavíu, á Miðjarðar- hafsströnd Italíu og Frakklands, á Ítalíu einnig við Maggiore- vatn, á Spáni, og einnig á Miðjarðarhafseyjunum Sikiley, Sard- iníu og Korsíku. Þá hefur hún fundist á Atlantshafsströnd Portú- gals, Spánar og Frakklands og á Atlantshafseyjunum Madeira, Kanarieyjum, Azoreyjum og Bretlandseyjum. I Ameríku hefur hún fundist á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna á sömu breiddar- gráðum og Miðjarðarhafið er, þ.e. í Kaliforníu og Oregon. Út breiðslusvæðið hefur því verið talið ná langlengst í norður á 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.