Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 13
í Goðdal, sumarið 1961. Ég safnaði mosum á Ströndum sum-
arið 1967, aðallega í Steingrímsfirði, einnig lítillega í Bjarn-
arfirði. Sumarið 1969 safnaði ég aftur mosum á Ströndum,
langmestu í Bjarnarfirði, einkum í Goðdal, einnig á Bölum, á
nokkrum stöðum í Arneshreppi og víðar. Urvinnslu úr ferðinni
1969 er hvergi nærri lokið enn, en þó má geta þess, að þá
fundust í Goðdal að minnsta kosti tvær tegundir, sem hvergi
hafa fundist áður á Islandi, óx önnur í jarðhita en hin er há-
fjallategund, sem eflaust vex víðar á landinu, en ekki verður
fjallað um þær hér.
Sú mosategund, sem ég ætla nú að gera að umtalsefni, hefur
fundist á fjórum stöðum á landinu. Hesselbo fann hana árið 1912
við Englandshver í Lundarreykjadal í Borgarfirði, Dóra Guð-
johnsen árið 1961 á Klúku í Bjarnarfirði, ég fann hana við
Reykjaneshveri í Gullbringusýslu árið 1965 og í Goðdal árið
1969. Á öllum fundarstöðunum vex hún í volgum jarðvegi við
heitar laugar. Vísindaheiti hennar er Funaria attenuata (Dicks.)
Lindb. Teikningin af henni er gerð af höfundi eftir íslenzkum
eintökum og eru skýringar óþarfar, nema hvað rétt er að geta þess,
að 1 „u“ er einn þúsundasti úr millimeter. Fram til ársins 1968 var
þessi tegund þó ekki talin til íslenzku mosaflórunnar, því eintökin
höfðu verið rangt nafngreind. Sú uppgötvun, að um þessa tegund
var að ræða var mjög óvænt, því ég átti ekki von á henni hér-
lendis.
Utan Islands vex þessi tegund fyrst og fremst í kringum Mið-
jarðarhafið. Austan og sunnan Miðjarðarhafs hefur hún fundist
á Sinaiskaga, í Sýrlandi, Egyptalandi, Alsír og Marokkó og norð-
an Miðjarðarhafsins á Adríahafsströnd Júgóslavíu, á Miðjarðar-
hafsströnd Italíu og Frakklands, á Ítalíu einnig við Maggiore-
vatn, á Spáni, og einnig á Miðjarðarhafseyjunum Sikiley, Sard-
iníu og Korsíku. Þá hefur hún fundist á Atlantshafsströnd Portú-
gals, Spánar og Frakklands og á Atlantshafseyjunum Madeira,
Kanarieyjum, Azoreyjum og Bretlandseyjum. I Ameríku hefur
hún fundist á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna á sömu breiddar-
gráðum og Miðjarðarhafið er, þ.e. í Kaliforníu og Oregon. Út
breiðslusvæðið hefur því verið talið ná langlengst í norður á
11