Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 14
Bretlandseyjum, en við fund hennar á Ströndum færist nyrsti
fundarstaður hennar norður um 600 km.
Eins og áður sagði vex þessi tegund hér einungis í volgum jarð-
vegi, en það eru allnokkrar mosategundir, sem hér vaxa aðeins á
jarðhitasvæðum, og þetta er ekki sú eina þeirra, sem hefur norð-
urmörk heimsútbreiðslu sinnar hér á landi. Funaria attenuata er
þó eina jarðhitategundin, sem vitað er um hérlendis, sem ekki nær
a.m.k. norður til Danmerkur. Það er vel skiljanlegt, að jarðhitinn
geri suðlægum tegundum kleift að lifa hér, tegundum eins og
Funaria attenuata, sem ekki geta þrifist t.d. í Noregi, Danmörku
og Þýzkalandi. Spurningin, sem vaknar er sú, hvernig standi á
slíkum tegundum hér.
Því er jafnan haldið fram, að mosar dreifist miklu auðveldar
en blómplöntur og útbreiðsla þeirra sé því ekki sérlega forvitnileg,
en það er samdóma álit mosafræðinga, að hér sé ekki svo ákaf-
lega mikill munur á, enda virðist útbreiðsla mosategundanna sýna
það. Utbreiðslu mosategunda verður því að skýra á svipaðan hátt
og blómplantna. Vitað er, að ýmsar blómplöntur, sem hafa borist
hingað tiltölulega nýlega sem slæðingar, hafa síðan tekið sér ból-
festu við hveri og laugar. Hugsanlegt er, að eitthvað af jarð-
hitamosategundunum hafi borist hingað á svipaðan hátt, það er,
borist hingað tiltölulega nýlega, við svipuð veðurfarsskilyrði og
nú eru hér, þannig að þegar þær fluttust hingað hafi ekki verið
lífsskilyrði fyrir þær annarsstaðar en í jarðhitanum og því hafi
þær aðeins náð fótfestu þar, en útbreiðsla margra þeirra mælir
eindregið gegn því, að sú skýring geti átt við, nema þá um nokk-
urn hluta þeirra. Sú tilgáta, að þær hafi vegna jarðhitans lifað
hér af síðustu ísöld er afar ólíkleg.
Eftir því sem gerð útbreiðslukorta af íslenzkum mosategundum
rniðar áfram hef ég orðið æ sannfærðari um, að langlíklegast
sé, að verulegur hluti af jarðhitamosunum íslenzku, og þar á
rneðal Funaria attenuata, séu leifar frá hlýrra tímabili. Þessar
tegundir hafi þá verið mun útbreiddari en nú, en hafi við kóln-
andi veðurfar haldið velli í jarðhitanum en að öðru leyti dáið út
hérlendis og reyndar víðar á norðurmörkum útbreiðslusvæðis síns.
Oruggt er, að gróður hefur breytzt verulega á landinu með breyttu
12