Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 14

Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 14
Bretlandseyjum, en við fund hennar á Ströndum færist nyrsti fundarstaður hennar norður um 600 km. Eins og áður sagði vex þessi tegund hér einungis í volgum jarð- vegi, en það eru allnokkrar mosategundir, sem hér vaxa aðeins á jarðhitasvæðum, og þetta er ekki sú eina þeirra, sem hefur norð- urmörk heimsútbreiðslu sinnar hér á landi. Funaria attenuata er þó eina jarðhitategundin, sem vitað er um hérlendis, sem ekki nær a.m.k. norður til Danmerkur. Það er vel skiljanlegt, að jarðhitinn geri suðlægum tegundum kleift að lifa hér, tegundum eins og Funaria attenuata, sem ekki geta þrifist t.d. í Noregi, Danmörku og Þýzkalandi. Spurningin, sem vaknar er sú, hvernig standi á slíkum tegundum hér. Því er jafnan haldið fram, að mosar dreifist miklu auðveldar en blómplöntur og útbreiðsla þeirra sé því ekki sérlega forvitnileg, en það er samdóma álit mosafræðinga, að hér sé ekki svo ákaf- lega mikill munur á, enda virðist útbreiðsla mosategundanna sýna það. Utbreiðslu mosategunda verður því að skýra á svipaðan hátt og blómplantna. Vitað er, að ýmsar blómplöntur, sem hafa borist hingað tiltölulega nýlega sem slæðingar, hafa síðan tekið sér ból- festu við hveri og laugar. Hugsanlegt er, að eitthvað af jarð- hitamosategundunum hafi borist hingað á svipaðan hátt, það er, borist hingað tiltölulega nýlega, við svipuð veðurfarsskilyrði og nú eru hér, þannig að þegar þær fluttust hingað hafi ekki verið lífsskilyrði fyrir þær annarsstaðar en í jarðhitanum og því hafi þær aðeins náð fótfestu þar, en útbreiðsla margra þeirra mælir eindregið gegn því, að sú skýring geti átt við, nema þá um nokk- urn hluta þeirra. Sú tilgáta, að þær hafi vegna jarðhitans lifað hér af síðustu ísöld er afar ólíkleg. Eftir því sem gerð útbreiðslukorta af íslenzkum mosategundum rniðar áfram hef ég orðið æ sannfærðari um, að langlíklegast sé, að verulegur hluti af jarðhitamosunum íslenzku, og þar á rneðal Funaria attenuata, séu leifar frá hlýrra tímabili. Þessar tegundir hafi þá verið mun útbreiddari en nú, en hafi við kóln- andi veðurfar haldið velli í jarðhitanum en að öðru leyti dáið út hérlendis og reyndar víðar á norðurmörkum útbreiðslusvæðis síns. Oruggt er, að gróður hefur breytzt verulega á landinu með breyttu 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.