Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 16
veðurfari síðustu árþúsundin, útbreiðslusvæði tegunda hafa
breytzt og færst til eftir aðstæðum. Er síðustu ísöld lauk fyrir
um það bil tíu þúsund árum er talið, að hlýnað hafi nokkuð snögg-
lega og hafi verið orðið fullhlýtt strax fyrir um það bil níu þúsund
árum, en síðan þá og allt þar til fyrir um það bil tvöþúsund og
fimm hundruð árum hafi verið hlýrra á Islandi en nú er, en
við lok þessa tímabils hafi veðurfar kólnað aftur, og búum við enn
við það kuldaskeið, er þá hófst. (sbr. Þorleifur Einarsson, 1962;
Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og landnám á
íslandi). Þegar ísinn hörfaði fylgdu í fyrstu kulsæknar tegundir
í kjölfarið, en síðan, er hlýnaði enn meir, hafa hitakræfari teg-
undir sótt norður á bóginn, og álíta verður, að á hlýviðrisskeið-
inu hafi náð hingað tegundir, sem nú þætti landið lítt fýsilegt til
búsetu. Þegar aftur kólnaði hafa þessar tegundir hörfað suður á
bóginn, en jarðhitinn gæti hafa boðið einhverjum þeirra lífsskil-
yrði við sitt hæfi og þær því orðið eftir þar til að minna okkur á,
að ekki er svo óralangt síðan að talsvert hlýrra var á íslandi
en nú er.
Ýmsar þeirra mosategunda, sem nú aðeins hjara hérlendis við
hveri og heitar laugar, hafa líklega verið meira eða minna algengar
um allt land fyrir t.d. 5—7 þúsund árum. Ein þessara tegunda er
Funaria attenuata, sem nú vex, að því er bezt er vitað, aðeins á
þrem jarðhitasvæðum á landinu, sem eru langt norðan við nú-
verandi samfellt útbreiðslusvæði hennar á jörðinni.