Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 19
Jóhannes Jónsson frá Asparvík:
Strandalæknar
I þessum þœtti. eru taldir þeir lœknar er þjónaS hafa Stranda-
sýslu sem fjórðungslœknar, sýslulæknar og héraðslœknar. Enn-
fremur er getið uppruna þeirra flestra og hvar og hvenœr þeir luku
prófum og hvenœr þeir fengu veitingu fyrir héraðinu.
Einnig er getið nokkurra heimamanna er veittu ómetanlega að-
stoð þegar skjótrar hjálpar þurfti viS, vegna slysa eða veikinda
og ekki náðist til fjórðungslœknis vegna fjarlægðar eða annara
orsaka.
Þar sem þeirra er getið í lœknatali, sést að þeir hafa fengist all-
mikið við lækningar, enda höfðu sumir lœkningaleyfi, eins og Jón
Guðmundsson á Hellu.
Eg veit ekki hvort lesendur Strandapóstsins hafa ánœgju af
þessum þætti, en vissulega er nokkur fróðleikur að honum, og
gaman gæti einhverjum þótt, að fá samandregið á einn stað ágrip
af læknatali fyrir Strandasýslu.
Eg vil alveg sérstaklega þakka Vilmundi Jónssyni fyrrverandi
landlækni fyrir ágætar upplýsingar viðkomandi samantekt þessa
þáttar. — J. J.
Bjarni Pálsson.
F. 17. maí 1719. Foreldrar: Síra Páll Bjamason og kona
hans Sigríður Ásmundsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum, Halldórs-
sonar. Nam í Hólaskóla, en hætti námi um hríð og vann hjá
móður sinni, tók síðan upp nám aftur og varð stúdent 11. júlí
1745, skráður í stúdenta tölu í háskólanum í Kaupm.höfn 8.
17