Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 20
des. 1746, lagði stund á læknisfræði og náttúruvísindi. Naut
styrks með Eggert Olafssyni til ferða og rannsókna á Islandi
1750 og 1752—57. Lauk prófi í lækningum 24. sept. 1759.
Var fyrsti landlæknir á íslandi, skipaður með konungsúrskurði
18. marz 1760 og veitingabréfi sama dag, og erindisbréfi 19.
maí sama ár. Hann bjó fyrst á Bessastöðum, en síðan alla tíð í
Nesi við Seltjörn. Hann var gáfumaður mikill, vel að sér og skáld-
mæltur mjög örlátur, lét sér mjög annt um læknaskipan á Is-
landi, fékk komið því til leiðar, að fyrsta lyfjabúð var sett á stofn
hér, fjórðungslæknar, lærð Ijósmóðir send til landsins frá Dan-
mörku. Fyrsti maður sem hann prófaði og veitti lækningaleyfi,
var Bjami Jónsson að Knerri. (Latínu — Bjami, öðru nafni
Bjarni djöflabani). I erindisbréfi Bjarna Pálssonar, var honum
meðal annars falið að kenna lækningar, að minnsta kosti fjórum
efnilegum skólapiltum, er síðar yrðu skipaðir læknar í fjórðungum
landsins. Bjarni tók að vísu fleiri nemendur, en fjórir luku prófi
hjá honum og voru allir skipaðir læknar. Þessir fjórir menn, er
fyrstir útskrifuðust hér innanlands, sem læknar, voru:
1. Magnús Guðmundsson frá Stóra-Holti í Saurbæ í Dala-
sýslu. F. 1738. Skipaður 20. júní 1766, fjórðungslæknir í
Norðlendinga-fjórðungi, fékk laúsn 1775 vegna vanheilsu, (varð
holdsveikur). Dó á Ulfsstöðum í Blönduhlíð 1786.
2. Brynjólfur Pétursson. F. 1747. Settist að sem starfandi
læknir í Austfirðinga-fjórðungi 1770. Skipaður læknir þar
1772, fékk lausn 3. apríl 1807. Dó á Þorvaldsstöðum í Skrið-
dal 30. okt. 1828.
3. Hallgrímur Bachmann. Sjá síðar.
4. Jón Einarsson. Sjá síðar.
Hallgrímur Backmann.
F. 22. marz 1739. Launsonur Jóns stúdents Þorgrímssonar
og Sigríðar Benediktsdóttur lögmanns Þorsteinssonar. Ólst upp
hjá móðurbróður sínum Jóni sýslumanni Benediktssyni í Rauðu-
skriðu, var í Hólaskóla 1757-—59, en varð ekki stúdent, mun
hafa farið utan 1759, komst í riddara-lífvörð konungs, en kom
heim 1763, lærði læknisfræði hjá Bjarna landlækni Pálssyni,
18