Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 22
Cecilíe fædd Dybe, en hún átti síðar Grím prófessor og leyndar-
skjalavörð Jónsson Thorkelín.
Oddur Hjaltalín.
F. 12. júlí 1782. Foreldrar: Síra Jón skáld Hjaltalín síð-
ast á Breiðabólstað á Skógarströnd og f. k. hans Guðrún Bergs-
dóttir. Lærði í Reykjavíkurskóla eldra, stúdent 1802, var næsta
ár að námi hjá Jóni landlækni Sveinssyni, fór utan 1803 og
lagði stund á læknisfræði í háskólanum í Kaupm.höfn, tók ekki
fullnaðarpróf, heldur 1807 reynslupróf (tentamen), en því
fylgdu vottorð kennaranna, en engar skriflegar úrlausnir né úr-
skurðir, varð 4. des. 1807 læknir í suðurhluta Vesturamts, sett-
ur landlæknir 3. ágúst 1816 til 1. júní 1820, settur 19. des.
1829 og aftur 9. júlí 1831 jafnframt til þess að þjóna norður-
héraði Vesturamtsins. Sat í Stykkishólmi þangað til hann var
settur landlæknir og fluttist að Nesi.
Eftir að hann tók við embætti sínu vestra aftur, sat hann
fyrst í Grundarfirði, þá að Hrauni í Helgafellssveit og loks í
Bjarnarhöfn. Fékk lausn 21. sept. 1839. Dó í Bjamarhöfn 25.
maí 1840.
Páll Þorbergsson.
F. 20. júlí 1797. Foreldrar: Þorbergur Jónsson á Hafsteins-
stöðum, síðar Dúki, og kona hans Þuríður Jónsdóttir prests á
Hafsteinsstöðum, Jónssonar.
Lærði í Bessastaðaskóla, stúdent 1817, með góðum vitnis-
burði, eftir tveggja vetra nám þar (hafði áður lært hjá móður-
bróður sínum, síra Jóni Jónssyni síðast á Grenjaðarstöðum). Tók
próf í handlækningum í háskólanum í Kaupm.höfn, 1828,
með 1. einkunn. Skipaður 21. 1830 læknir í noðurhéraði Vest-
uramtsins. Drukknaði á Breiðafirði 9. júlí 1831, er hann var
á leið til héraðs sins og hugðist skoða fyrirhugaða ábýlisjörð sína,
Skálanes í Gufudalssveit.
Jón Ögmundsson.
F. 30. nóvember 1806. Foreldrar: Guðmundur verzlunarstjóri
20