Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 24
bókasafni og erfiljóð prentuð í Norðanfara. Hann var oddviti,
hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann dó á Hellu 10. nóv.
1882.
Þorsteinn Þorleifsson.
F. 7. júlí 1824. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson í Grundarkoti og
síðar Hjallalandi í Vatnsdal og kona hans Helga skáldkona Þór-
arinsdóttir í Miðhúsum í Þingi, Jónssonar. Nam ungur jámsmíði
í Kaupmannahöfn.
Fluttist vestur í Strandasýslu laust fyrir 1860, bjó fyrst á Kolla-
fjarðarnesi, en síðan í Kjörvogi frá 1863 til æviloka. Talinn lista-
smiður og hugvitssamur, smíðaði meðal annars bátavindu, plóg
og herfi og notaði fyrstur manna norður þar. Var talinn heppinn
læknir, einkum fæðingarlæknir, smíðaði fæðingartengur, var af
mörgum talinn forvitri.
Hann fórst á Húnaflóa með skipshöfn sinni 9. sept. 1882.
Sighvatur Grímsson BorgfirSingur.
F. 20. des. 1840. Foreldrar: Grímur Einarsson í Nýjabæ á
Akranesi og kona hans Guðrún Sighvatsdóttir að Bóndhól, Jóns-
sonar. Gerðist vinnumaður í Flatey 1861, kynntist þar Gísla Kon-
ráðssyni og handritum hans. Fór 1867 í Gufudalssveit, þaðan
1869 í Bjamarfjörð. Bóndi á Klúku í Bjamarfirði 1869—73. Það-
an skrifaði hann hið eftirminnilega bréf til Jóns Sigurðssonar
forseta. Fluttist að Höfða í Dýrafirði 1873 og bjó þar til æviloka.
Var um langa ævi sívinnandi að fræðistörfum, orti talsvert og
sinnti lækningum framan af ævi sinni. Hans er getið í læknatali.
Dó í Höfða 14. jan. 1930.
Þorvaldur Jónsson.
F. 3. sept. 1837. Foreldrar: Jón ritstjóri Guðmundsson og kona
hans Hólmfríður Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvars-
sonar. Varð stúdent 1857 með 2. eink. stundaði læknisfræði í há-
skólanum í Kaup.höfn 1857—59, en tók próf hjá Jóni land-
lækni Hjaltalín 17. sept. 1863 með 1. eink. Settur 6. okt. 1863
og skipaður 6. febr. 1865 héraðslæknir í norðurhéraði Vestur-
22