Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 27
Arni Gíslason.
Fæddur á Gjábakka í Vestmannaeyjum 19. ágúst 1887. Stað-
göngumaður héraðslæknisins í Hólmavíkurhéraði 1916 til 1917.
Ókvæntur. Dó í Bolungarvík 9. okt. 1917.
Halldór Kristinsson.
F. 20. ág. 1889 að Söndum í Dýrafirði. Foreldrar: Kristinn
Daníelsson prófastur á Utskálum og kona hans Ida Júlía Hall-
dóra Halldórsdóttir yfirkennara Friðrikssonar. Stúdent í Reykja-
vík 1909. Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla íslands 1916.
Skipaður 2. ág. 1917 héraðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði, sat á
Reykjarfirði. Fékk lausn frá héraðinu 1. maí 1919 og settist þá að
sem starfandi læknir í Bolungarvík, með styrk úr ríkissjóði.
Settur 6. júní 1920 frá 1. júlí að telja og skipaður 13. okt.
sama ár, héraðslæknir í Hólshéraði í Siglufirði.
Kristmundur Guðjónsson.
F. 16. júní 1890. Foreldrar: Guðjón vinnumaður Jónsson að
Hömrum í Grímsnesi og Kristbjörg Jónsdóttir frá Efra-Apavatni,
Jónssonar. Tók próf úr Verzlunarskóla Islands 1908. Stúdent úr
Menntaskóla Reykjavíkur 1914, próf úr læknadeild háskóla ís-
lands 1920 með 2. eink. betri. Var í spítölum í Kaupm.höfn 1922.
Staðgöngumaður héraðslæknisins í Strandahéraði 1920—21. Sett-
ur 26. sept. frá 1. okt. að telja og skipaður 30. nóv. 1922 hér-
aðslæknir í Reykjafjarðarhéraði. Sat á Reykjarfirði. Dó á Hólma-
vík 19. maí 1929.
Karl G. Magnússon.
F. 19. des. 1891. Foreldrar: Magnús Ólafsson ljósmyndari í
Reykjavík og kona hans Guðrún Jónsdóttir bókbindara í Reykja-
vík, Árnasonar Thorsteinsson. Stúdent í Reykjavík 1913. Lauk
prófi í læknisfræði við Háskóla íslands 1922. Settur 26. sept. 1922
héraðslæknir í Hólmavíkurhéraði frá 1. okt. að telja. Settur að
nýju 16. júní 1923 héraðslæknir þar, frá 1. maí að telja, settur
1 bæði skiptin til að þjóna jafnframt Reykhólahéraði. Var erlend-
is 1924—25. Skipaður 18. maí 1925 frá 1. júní að telja. Settur
25