Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 28
jafnframt héraðslæknir í Reykjafjarðarhéraði 11. júní 1929 frá
1. júní að telja. Settur aftur 29. sept. 1931 frá 15. sept og enn
aftur 30. okt. 1934 26. júní 1935, 14. maí 1938 frá 1. apríl að
telja, 14. des. sama ár frá 1. des. að telja. Settur 5. nóv. 1930
frá 1. nóv. að telja, jafnframt til þess að þjóna nokkrum hluta
Nauteyrarhéraðs á móti héraðslækninum í Isafjarðarhéraði. Sett-
ur 8. sept. 1941 héraðslæknir í Keflavíkurhéraði frá 1. okt. að
telja.
Hann var formaður Stjórnarnefndar Sjúkrahússins á Hólmavík
og gjaldkeri þess. Formaður stjórnamefndar og gjaldkeri þess.
Formaður stjómarnefndar og gjaldkeri hafnarbryggju og síldarsölt-
unarstöðvar Hrófbergshrepps. Atti sæti í fræðslunefnd Hróbergs-
hrepps frá 1926 og í stjórn rafveitufélags Hólmavíkur frá 1925.
Arni Helgason.
F. 2. jan. 1890 í Ólafsvík. Skipaður héraðslæknir í Hólmavík-
urhéraði frá 1. maí 1923, en tók aldrei við héraðinu, var settur
18. júní 1923 til þess að þjóna Höfðahverfishéraði áfram frá 1.
maí að telja, en þar var hann héraðslæknir áður. Dó á Lands-
spítalanum í Reykjavík 6. apríl 1943.
Asbjörn Stefánsson.
F. 3. okt. 1902. Foreldrar: Stefán Ásbjörnsson á Bóndastöðum
í Hjaltastaðaþinghá og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir frá
Mjóanesi, Magnússonar. Stúdent í Reykjavík 1923. Lauk prófi í
læknisfræði í Háskóla íslands 1930. Settur héraðslæknir í Reykjar-
fjarðarhéraði frá 1. ágúst 1930. Mun hafa hætt læknisstörfum
þar 1931, því hann er starfandi við handlækningadeild Lands-
spítalans í okt. 1931. Var staðgöngumaður héraðslæknisins í
Hólmavíkurhéraði mánuðina apríl—ágúst 1935.
Jón Karlsson.
Fæddur í Miðfjarðarnesseli á Langadalsströndum 23. febr.
1902. Foreldrar: Karl húsvörður H. Bjarnason í Reykjavík og f.
kona hans Guðrún Svanhildur Jóhannesdóttir að Dalshúsum við
Bakkafjörð, Bjarnasonar. Stúdent úr Menntaskóla Reykjavík 1923.
26