Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 36
Ólafur E. Einarsson:
Verzlun Richards
Peters Riis,
Borðeyri
I framhaldi af verzlunarsögu Borðeyrar, sem birzt hefir í
Strandapóstinum verður tæplega hjá því komist, að minnast
hinnar svokölluð Riisverzlunar, sem um 40 ára skeið var rekin
þar með myndarbrag og framsýni á ýmsan hátt, og mun óhætt
að segja við óvenjulegar vinsældir viðskiptamanna, þegar tekið
er tillit til viðhorfs manna til verzlunarhátta þeirra tíma.
Það skal strax tekið fram, að hér verður aðeins stiklað á stóru,
en reynt að minnast þeirra manna, er lengst og mest störfuðu
við þessa verzlun. Erfitt hefir verið að fá haldgóðar upplýsingar
eða frásagnir um verzlun þessa, því þeir, sem þarna voru kunn-
ugastir, eru ýmist horfnir af sjónarsviðinu eða komnir á þann
aldur, að minni er farið að bila.
Eigandi þessarar verzlunar lengst af var stofnandi hennar,
Richard Peter Riis, danskrar ættar. Hann var fæddur 14. okt.
1860, en andaðist í júlí 1920. Foreldrar hans voru: Michael
Peter Riis verzlunarstjóri á Isafirði og kona hans Frederikke
Carolíne f. Westh.
34