Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 38
Borðeyri.
árin. En hitt er mér mjög minnisstætt, að verzlunin keypti fé á
fæti sem kallað var, þ. e. féð var keypt eftir því sem það
vigtaði lifandi, og var síðan safnað saman í stóra hópa og rekið
til Borðeyrar, þar sem það beið örlaga sinna.
Um langa hríð munu sömu mennirnir hafa annazt fjárkaupin
fyrir verzlunina, en fyrir Bæjar- og Ospakseyrarhreppa og Laxár-
dalshrepp voru oftast þessir fjárkaupmenn: Jón Jónsson, hrepp-
stjóri, Hömrum í Laxárdal og Guðjón Guðmundsson, bóndi,
Ljótunnarstöðum. Aðrir vigtarmenn mun hafa keypt fyrir Riis-
verzlun austan Hrútafjarðar.
Árið 1914 byggði Riis-verzlun mikið og gott sláturhús á Borð-
eyri, var það mikil breyting til batnaðar við sláturstörf og vöru-
vöndun. Hús þetta var það fyrsta sinnar tegundar við vestanverð-
an Húnaflóa að minnsta kosti, og var lengi notað án verulegra
breytinga. Annars bjó Riis-verzlun við húsnæði er keypt var af
fyrrverandi verzlunum á Borðeyri, bæði Glausens-verzlun og
Bryde. Glausens-verzlunarhúsið var bvggt af Pétri Eggerz er hann
var með gömlu félagsverzlunina á Borðeyri.
Eins og fyrr er sagt stjórnaði R. P. Riis verzlun sinni fyrstu
36