Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 39
árin, en ræður svo fljótlega verzl-
unarstjóra, var það Theódór Ol-
afsson, sem verið hafði verzlunar-
maður og bókari við Clausens-
verzlun. Theódór Olafsson var
verzlunarstjóri til ársins 1904.
Hann andaðist 8. júní 1906.
Árið 1904 er Skúli Jónsson, frá
Auðólfsstöðum í Langadal, ráð-
inn verzlunarstjóri við Riis-
verzlun, en Skúli var tengdason-
ur Theódórs Olafssonar, fyrrv.
verzlunarstjóra. Þessu starfi hélt
Skúli til ársins 1909. Síðar varð
hann kaupfélagsstjóri á Rlöndu-
ósi. Skúli lézt 25. september 1915.
Árið 1909 tók Hinrik Theó-
dórsson við sem verzlunarstjóri
við Riis-verzlun og hélt hann því
starfi þar til verzlunin var seld.
Við andlát R. P. Riis 1920, gerðist Hinrik kaupandi þessarar
verzlunar ásamt þeim Olafi Renjamínssyni stórkaupmanni og
Thor Jensen útgerðarmanni í Reykjavík. Ráku þeir verzlun
þessa í félagi til 1930, er verzlunin var seld Kaupfélagi Hrútfirð-
mga á Rorðeyri. Var þar með lokið kaupmannaverzlun á Rorð-
eyri, því síðan hefur Kaupfélag Hrútfirðinga haft þar alla verzl-
un við góðan orðstír.
Að sjálfsögðu hefir Riis-verzlun verið eins og aðrar kaupmanna-
verzlanir, rekin með gróðasjónarmið fyrir augum, en ég hygg
samt að verzlunin hafi verið óvenju vinsæl og hefir að sjálfsögðu
att sinn stóra þátt í því, hve Riis var áreiðanlegur.
Richard Peter Riis var mjög myndarlegur maður og yfirleitt
Ijúfur í viðkynningu. Hins vegar mun hann hafa látið í ljós van-
þóknun sína ef honum fannst viðskiptamennirnir ekki sýna sér
gagnkvæmt traust, og jafnvel tekið nokkuð hart á því, ef rnenn
Hinrik Theódórs
verzlunarstjóri
37