Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 40
hættu að verzla við hann fyrirvaralítið, og hlaupa máske frá
ógreiddum skuldum.
Skal nú getið nokkurra þeirra manna er lengi störfuðu við
Riis-verzlunina annarra en verzlunarstjóranna:
Sigurbjarni Jóhannesson frá Sauðhúsum í Laxárdal, starfsmað-
ur við verzlunina frá 1893—1904. Hann varð síðar verzlunar-
stjóri á Hvammstanga og bókari í Reykjavík. Hann lézt 5. apríl
1947.
Jón M. Melsted, utanbúðarmaður til 1907, óvíst hvenær hann
byrjar starf sitt þar. Dáinn 19. febrúar 1938.
Guðni Einarsson, bóndi á Óspaksstöðum, starfaði mjög lengi
við verzlunina eða alls um 20 ár. Hann starfaði ýmist sem verzl-
unarmaður í búð eða pakkhúsi, við ullarmóttöku eða í sláturhúsi.
Guðni var sérstaklega vinsæll í sínum störfum. Hann andaðist
10. október 1916.
Jóhann Hallgrímsson frá Laxárdal, var starfandi við verzlunina
árin 1897—1899. Hann lézt 13.2. 1933.
Þorvaldur Ólafsson bóndi á Fögrubrekku, síðar á Þóroddsstöð-
um starfaði um skeið við verzlunina. Hann var bróðir Theódórs
verzlunarstjóra. Látinn 12. maí 1938.
Á árinu 1919 kom Brandur Búason frá Litlu-Hvalsá sem starfs-
maður í Riis-verzlun og vann þar um 10 ára skeið ýmist við
afgreiðslu eða á skrifstofu. Hann var sérstaklega vinsæll í störf-
um. Síðan varð hann afgreiðslumaður og verkstjóri hjá Grænmetis-
verzlun ríkisins og Grænmetisverzlun landbúnaðarins eftir að það
skipulag komst á. Nú vaktmaður í Arnarhvoli.
Ýmsir fleiri unnu að sjálfsögðu við Riis-verzlun á Borðeyri,
en hér verður staðar numið.
38