Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 43
Guðrún Finnbogadóttir, Klúku, Miðdal, Strandas.:
Sjóferð fyrir Strandir árið 1910
Veturinn 1910 var ég beðin aS fara til Þingeyrar í vetrarvist,
en vegna ástæðna heima fyrir gat ég ekki lagt af stað fyrr en í
febrúar, þegar strandferðaskipið Vesta átti að koma að austan.
Faðir minn fylgdi mér inn að Hólmavík með dótið mitt, og þar
beið ég í viku eftir skipinu. Var ég hjá Jóni Finnssyni verzlunar-
stjóra og konu hans Guðnýju Oddsdóttur í góðu yfirlæti.
Þá fréttist til skipsins inni við Reykjatanga í Hrútafirði, og að
verið væri að skipa upp vörum úr því á langnaðarís, því ekki var
fyrir ínsum hægt að komast inn á Borðeyrarhöfn. Og á sunnu-
dagskvöld skreið Vesta gamla inn á Hólmavíkurhöfn. Þá vorum
við farþegamir flutt um borð í blíða logni og tunglskini. Um
nóttina breyttist veðrið. Vaknaði ég við stígvélaspark og að hlekkja-
festar voru dregnar eftir þilfarinu. Var þá verið að kasta akker-
um lengra úti á höfninni, til að forða skipinu frá að reka upp á
sandrif sem þar var. Ekki höfðum við neitt samband við land
fyrr en á föstudag að stýrimaður mannaði út bát til að sækja
mjólk og aðrar vistir.
Okkur leið raunar ekkert illa þennan tíma. Við vorum tvær
stúlkur á öðru plássi og fengum margar heimsóknir, og gerðum
okkur margt til dægrastyttingar, fóram í leiki og sungum. Meðal
þeirra sem komu til að vita hvernig mér liði voru þeir Guðjón
Guðlaugsson alþingismaður á Ljúfustöðum og Finnur Jónsson
bróðir Halldóru konu Jóns bónda og söðlasmiðs í Tröllatungu,
sem ég þekkti báða vel. Stúlkan sem með mér var hét Steinunn
Schram frá Hofsósi.
A laugardagsmorgun var svolítið bjartara veður. Var þá lagt
af stað út á fjörðinn. En eftir að komið var út fyrir Grímsey, sem
er í mynni Steingrímsfjarðar, herti veðrið og bylinn, svo ekki var
leið að komast nokkurs staðar að landi. Við urðum fljótt mjög
41