Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 45
Standandi frá vinstri: Jón (óvíst föðurnafn), óþekktur, Sigurbjarni Jó-
hannesson, verzlunarmaður á Hvammstanga, Kristmundur Jónsson,
kennari á Borðeyri, Magnús (óvíst föðurnafn), Jón Guðmundsson frá
Gufudal, Þorsteinn Einarsson, Reykjum Hrútafirði. Sitjandi frá vinstri:
Guðmundur (óvíst föðurnafn), Steinunn Schram, Jón Leví, síðar gull-
smiður, Húnvetningur, Guðrún Finnbogadóttir, greinarhöfundur og
Tómas Zoega.
að fá mann til að bera koffortið mitt upp að þessu húsi, sem ég sé
ljósið í.“ „Það skalt þú gera,“ sagði hún,“ ef þú kemst þangað
er þér borgið. Eg þekki fólkið sem þar býr, það er bezta fólk,
og mig langar til að biðja þig fyrir bréf og biðja það að koma því
til skila.“ Eg lofaði því og þakkaði henni fyrir upplýsingarnar.
Þessi elskulega kona var Margrét Jónsdótir kona Jóns Auðuns
Jónssonar alþingismanns, og móðir séra Jóns Auðuns dómkirkju-
prests.
Mér gekk greiðlega að fá hjálp til að komast upp að húsinu.
Ég barði að dyrum og stúlka kom til dyra .Bar ég upp erindi
43