Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 48
Tökum hendi í hönd
treystum samúðar-bönd
troðum veginn í þjóðfélags hag.
Stýrum rétt móti straum
ströng er leiðin og naum
velji stjórnandinn öruggt hvert lag.
Eflum framsýn og fjör
festum segl upp á knör
þá á framkvæmdum verður ei stans.
Heill, á láði og lög
Heill, um hálsa og drög.
Heill, sé framtíð og farsœld vors lands.
Ingimundur Jörundsson:
ÞEGAR VORAR.
Þótt nú sé vetur, mun vora aftur,
allt vaknar til lífsins á ný,
það leysir burt snjóinn, lóan kemur
og lofsyngur dýrðin við ský.
Þá rauðmálar sólin 'haf og hauður,
er hamingjusöm yfir því.
Og við förum út, sem vitum það bœði,
að vornóttin er svo hlý.
Við leiðumst út með sœnum saman,
í sólroðans aftanglóð.
Þar breiðum við okkar yfirhafnir
á hina döggvotu slóð.
Að brjósti sér okkur viðkvæm vefur,
vornóttin yndisleg,
þá skeður, þú veizt, sem við ekki segjum,
vina mín þú og ég.
46
j