Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 49
Bjarni Jónsson frá Asparvík:
Doggaróðrar
Bjarni Jónsson frá Asparvík, nú bóndi í Bjarnarhöfn á Snæ-
fellsnesi, byrjaSi formennsku sextán ára gamall. Hann reyndist
strax harðduglegur sjósóknari og aflamaður. Á fyrsta formanns
ári réri hann fyrir hákarl og hélt því fram á hverjum vetri þar
til hann flutti af Ströndum, voru það doggaróðrar er hann stund-
aði mest, þó skurðar-róðrar vœru farnir þegar leið á vetur fram.
Hákarlaróðra þessa stundaði hann á opnu áraskipi „Síldinni“.
Síðar setti hann vél í hana. Síldina á hann enn og er hún sennilega
elzta sjófœrt skip á Islandi, hún er í ágætu standi til sjóferða, enda
vel við haldið.
Bjarni færði Þjóðminjasafni íslands að gjöf þau tœki er notuð
voru við doggaróðra, aðeins eitt vantar, það er Krían en úr því
hyggst hann bœta bráðlega.
Lýsingu þá af áhöldum og vinnuaðferðum, sem hér fer á eftir,
skráði Bjarni eftir beiðni þáverandi þjóðminjavarðar dr. Kristjáns
Eldjárns. Var hún prentuð í Arbók fornleifafélagsins 1954. Einnig
var hún endurprentuð í Alþýðublaðinu 22. jan. 1955.
Þar sem þessi sérstæða grein íslenzkra atvinnuhátta er nú niður
lögð og hverfur þar með í gleymskunnar djúp, (því Bjarni mun
47