Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 54
Agúst Benediktsson, Hvalsá:
Minnisstæðasta
sjóferðin mín
Þegar Svanurinn frá Heydalsá fórst
með allri áhöfn þann 7. des. 1950
Smáhamrar við Steingrímsfjörð voru um langan aldur ein af
aðalverstöðvum við fjörðinn, og réru þaðan venjulega nokkrir bát-
ar, lengst af árabátar, en seinustu árin trillubátar. Meðal ann-
ars réri greinarhöfundur þaðan allmörg haust á tímabilinu frá
1930—1950, oftast sem formaður á eigin bát frá því sláturtíð
lauk að haustinu og til jóla.
Á þesum stað var eins og víða annars staðar í verstöðvum ekki
setið í landi, þótt útlit væri ekki alltaf sem bezt, því yfirleitt voru
þeir formenn, er þaðan réru meðan ég var þátttakandi, dugnaðar-
menn, sem ekki létu það aftra sér að fara á sjóinn, þótt ekki væri
alltaf einsýnt veður.
Þann 6. desember 1950 var veður gott, logn og spegilsléttur
sjór. Eg var með tvo drengina mína á mínum bát, Benedikt, sem
nú er skipstjóri á Hafrúnu frá Bolungarvík, þá 18 ára gamall, og
Júlíus, sem var 16 ára. Beittum við og lögðum lóðir okkar um
kvöldið. Sama gerðu þeir á Svaninum frá Heydalsá, en á hon-
um voru þessir menn: Bjöm Guðbrandsson frá Heydalsá, sem
var formaður á bátnum, Guðmundur bróðir hans, einnig frá Hey-
dalsá, og Aðalbjörn Þórðarson frá Klúku í Miðdal. Allt voru
>
52