Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 56
yrt um. Ég vil geta þess, að ég gat ekki komið mér til að sækja
lóðirnar, sem ég átti ódregnar, fyrr en að viku liðinni. Þessir
ágætu og dugmiklu drengir voru horfnir í hina votu gröf. Áfallið
var mikið fyrir aðstandendur þeirra og alla sveitunga, en minn-
ingin er geymd um dugmikla, góða drengi.
Aöalheiður Þórarinsdóttir, Osi:
Siimar er komið
(Lag: Lóan er komin)
Sumar er komið með sólhlýja vinda
söngfuglar kvaka um bláheiðan geim.
Vonglaðir heitin sín vinirnir binda
vordraumar rœtast hiá elskendum tveim.
Fögur er nóttin í víðblámans veldi
voldug sú þrá er í hjarta rnínu býr,
að fylgjast með ástvini á friðsœlu kveldi
finna þar hamingju og lífsins œfintýr.
Gætið þess vinir að vernda þann gróður,
sem vaknar til lífsins á morgni kœrleikans
þá verður hver dagur, sem dýrðlegur óður
dýrasta gjöfin er ástin, konu og manns.
Klæðist nú foldin í fegursta blóma,
fl.éttar úr sóleyjum gullinn brúðarkrans.
Vorsólin þíðir úr vetrarins dróma
og vekur til lífsins, allt í ríki skaparans.
Orkt um vorið 1969.
54