Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 57
Guðbrandur Benediktsson:
Júlílis
Arnasson
bóndi á Hjöllum í Gufudalssveit
Júlíus var Strandamaður í húð og hár, í þrengri ramma Koll-
firðingur, þar var hann fæddur og við Kollafjörð sleit hann
barnsskónum.
Hann fæddist í Steinadal 29. ágúst 1880 (Höfuðdaginn).
Foreldrar hans voru hjónin Arni bóndi Olafsson, Gíslasonar bónda
í Litla-Fjarðarhorni og Margrét Magnúsdóttir bónda í Steinadal
Illugasonar. Júlíus var yngsta barnið af 10 sem þau hjónin eignuð-
ust, en af þeim komust aðeins 5 til nokkurra ára, hin öll dóu ung.
3ja ára gamall fór Júlíus frá Steinadal, er foreldrar hans brugðu
búi, og um 9 ára aldur flytur hann með foreldrum sínum að
Kollafjarðarnesi og þar dvelur hann fram yfir tvítugs aldur.
Ollum þeim, er dvöldu hjá Guðmundi bónda Bárðarsyni, var
sú vera til nokkurs manndómsþroska. Guðmundur var athafna-
maður, búskapurinn stór í sniðum, í hans búskapartíð voru flest
öll hús byggð frá grunni, jarðabætur framkvæmdar, æðarvarpið
aukið m.a. afgirt svæði á landi.
Á þeim árum, er Júlíus dvaldi á Kollafjarðarnesi voru fram-
55