Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 66

Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 66
sem var aðeins fáum vikum eldri en ég, urðum við því allsam- rýndir og leikfélagar næstu árin. Frá þessum búferlaflutningi man ég auðvitað anzi margt, og mun engum þykja mikið, þar sem ég var þá kominn töluvert á sjöunda árið. Þrátt fyrir það hefi ég vissulega gleymt afar miklu, þó að einstök atriði ferðalagsins standi mér glöggt fyrir hugskots- sjónum enn í dag. Eg man eftir mörgum hestum undir áburði, en ekki hvað mörgum. Ég man eftir föður mínum og a. m. k. einum fylgdarmanni, Sigurði Gunnlaugssyni bónda á Geirmundar- stöðum. Líklega hefur einnig verið í fylgd með okkur, Sigurður Guðmundsson, þá húsmaður á Grænanesi. Annar hvor þeirra Sigurðanna teymdi kúna Búbót, en sauðfé var ekki með í förinni, hefur sennilega verið búið að fara með það áður, svo að æmar gætu borið í hinu nýja umhverfi. Þetta hlýtur að hafa verið nokkuð snemma vors, því að víða var mikill snjór á jörð og sums staðar svellglottar. En svellanna minnist ég einkum fyrir þá sök, að á einum slíkum stað, í svo- nefndum Bekkjum fyrir innan Geirmundarstaði, valt kýrin Bú- bót um hrygg og var í fyrstu óttazt um afdrif hennar. Ekki mun henni þó hafa orðið byltan að meini, enda klædd í brekán og með júgurlepp bundinn undir kvið. Veður var gott en svalt, þó að sól skini í heiði allan daginn. Móðir mín reið í kvensöðli, eins og þá var títt, og reiddi Þorkel bróður minn, sem þá var tæpra þriggja ára, í keltu sinni. Ég fékk að ríða einn, en var þó bundinn niður í hnakkinn og fannst það auðvitað mesti óþarfi. Sumurin áður hafði ég oft farið með smaladrengjum, sem hjá okkur voru, að sækja hesta og þá riðið einn og berbakt, en reyndar oftast dottið af baki þegar hestarnir fóru að hlaupa. En hér var ekki hraðanum til að dreifa, heldur aðeins hægum lestagangi. Stanzað var um stund, bæði á Grænanesi og Hrófbergi, til þess að kveðja húsbændurna þar og annað kunningjafólk for- eldra minna. I það eina skipti á ævinni, kom ég upp á loft í gömlu baðstofunni á Grænanesi, þar sem húsmóðirin, Amdís Björnsdóttir frá Kaldrananesi, lá lömuð í rúmi sínu, líklega vegna liðagigtar. Ekki veit ég hvað sá sjúkleiki hafði þá þjáð hana lengi, 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.