Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 72
skal syngja tíðir annan hvern helgan dag og páskadag. Maríu-
messu fyrri (15. ágúst), Þorláksmessu fyrir jól, Pétursmessu (22.
febr.) og Jónsmessu baptista (24.júní). Allraheilagramessa (1.
nóv.), áttadag jóla (1. jan). og uppstigningardag.
Þar hafa jafnan verið börn skírð, leiddar konur í kirkju og
vígð saman hjón. Tvær merkur presti, og fæði mann með hon-
um um veturinn. Portio um fjögur ár fimm aurar, en um tvö
ár tólf aurar, óreiknað portio um ellefu ár. Ennfremur tíu aurar
gefist."
Síðustu setningar máldagans vísa til þess, að kirkjan var bænda-
kirkja, ekki beneficium og því varð eigandi hennar að borga
prestinum fyrir tíðasönginn og fæða fylgdaiTnann hans, en fékk
aftur á móti prests- og kirkjutíund heimamanna og frá Skelja-
vík.
Verðmælir var þá allt annar en nú er, og því mega menn
ekki láta orðin, merkur og aurar, sem fyrir koma í máldaganum,
villa sig, þau þýddu töluvert annað á fjórtándu öld en þau gera
í dag. Verðgildi þeirra var mjög misjafnt og ríkti mikill glund-
roði í því efni á fyrri öldum, en of langt mál yrði að fara nánar
út í þá sálma hér.
Ef framhald verður á þessum upprifjunum mínum, mun ég
víkja að því, er ég minnist frá verzlunarháttum og fyrstu byggð
í Elólmavíkurþorpi, en vorið 1906 voru þar aðeins fjögur íbúðar-
hús.
70