Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 76
Þegar Guðjón bjó í Sunndal fór hann oft í atvinnu'leit vestur að
Bjúpi á vorin, eins og almennt var gert í sveitum umhverfis Stein-
grímsfjörð.
Eitt vor var hann í vinnu hjá Arna Jónssyni (jú annars) kaup-
manni og útgerðarmanni á Isafirði og var í vaski ásamt fleirum,
verkamenn Árna voru oft orðnir langeygðir eftir matmálstímum,
en þá var farið eftir sól og eyktamörkum. Skarð það er sól var i,
þegar éta skyldi eina af þrem máltíðum, nefndu verkamenn Árna
„Sultarskarð“. Um það orti Guðjón þessa stöku.
Hringlar nú með hörku garð
húsin skulum gista.
Sólin fer í Sultarskarð
á sumardaginn fyrsta.
Þegar Guðjón bjó á Kambi, var Jón Brandsson í Bæ, þá ókvænt-
ur. Hann var basl-lagtækur og tók að sér að smíða hjólbörur fyrir
Guðjón. En áður en smíðinni væri lokið, fór hann frá og skyldi
svo við hjólið, að hann skrifaði á það annarsvegar þessa vísu.
Hjólið vantar hjörurnar
hjálpa þú nú drengur.
Brandssyni með börurnar
bölvanlega gengur.
Þegar Guðjón sá hjólið, skrifaði hann á það hinumegin.
Alveg gengur það hjá þér
Þú ert drengur iðinn.
Hjálp er ekki minnsta í mér
mœrðar strengur líka þver.
Um syni Eyjólfs Bjarnasonar, bónda á Kleifum í Gilsfirði, orti
Guðjón.
74