Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 81
Bjarnveig Arnbjörg Björnsdóttir og fyrsta og síðasta barnið sem
hún tók á móti.
telja lömbin, og voru þau öll. Var ég þá glöð í bragði, hoppaði
og söng mér til gamans og hita, því að kalt var í veðri. Það var
líka vani minn, er ég var ein, því ég var þá lífsglöð og sá enga
skugga fram undan. Var það þá, að ég heyrði allt í einu blístur,
nokkuð langt frá mér. Lít ég þangað og sé ljós í sömu átt.
Mér varð hverft við þetta og bað guð að hjálpa mér, því að
ég átti ekki neinna manna von á þessum slóðum, en jafnskjótt
datt mér í hug, að þetta gæti verið einhver, sem hefði villzt af
Trékyllisheiði sökum ókunnleika. I sömu andránni var mér
heilsað glaðlega með nafni, af ungum manni, sem var mér með
öllu ókunnur. Sagði hann, að ég þyrfti ekki að vera hrædd, þó
að ég líklega þekkti sig ekki. Sagðist hann oft hafa séð mig áður og
þekkja mig því betur. Þessi ungi maður bar ljósker í hendi, sem
var líkast tunnu í lögun, gler á alla kanta og hringur í toppinum,
sem hann hélt í, er hann bar ljóskerið. Maður þessi var yndis-
79