Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 91
Jóhannes Jónsson frá Asparvík:
Síðasti vinmimaðurinn á Ströndum
Guðmundur Jóhann Magnússon frá Hrófá var fæddur á Hafn-
arhólmi á Selströnd í Strandasýslu 4. nóv. 1882. Foreldrar hans
voru Magnús Stefánsson, ættaður úr Flatey á Breiðafirði, og Berg-
Ijót Björnsdóttir. Föður sinn missti Guðmundur, er hann var ný-
fæddur. Hann varð bráðkvaddur á Gjögri í Ameshreppi um
jólaleytið 1882.
Þegar Guðmundur var á öðra ári, fluttist móðir hans með hann
að Skarði í Bjamarfirði og var þar eitt ár. Þaðan fluttist hún að
Bassastöðum í Kaldrananeshreppi og svo að Osi við Steingríms-
fjörð. Þá bjuggu á Osi hjónin Guðmundína Kristjánsdóttir og
Þórarinn Hallvarðsson. Þar var Bergljót vinnukona til æviloka,
hún dó úr lungnabólgu, þá var Guðmundur 19 ára gamall. Þeg-
ar þau Guðmundur og móðir hans fluttu að Osi, var svo mikið
hallæri í byggðarlaginu, að fólk var máttlítið og illa farið af nær-
ingarskorti. Sagt var, að Bergljót hafi verið svo horuð er hún kom
að Ósi, að hún hafi varla getað gengið frá sjónum heim til bæjar.
Eftir lát móður sinnar var Guðmundur áfram á Ósi þar til hann
var 22 ára gamall. Guðmundur mun hafa verið sem einn af fjöl-
skyldunni meðan hann var á Ósi, því oft tók hann þannig til
orða, „Þegar ég varð að fara að heiman til allra vandalausra og
gerast vinnumaður“.
Frá Ósi fór Guðmundur að Fagradal í Dölum og gerðist vinnu-
maður hjá hjónunum Magnúsi Halldórssyni og Ingibjörgu Finns-
dóttur.
I Fagradal er flæðihætta mikil og kom það í hlut nýja vinnu-
mannsins, ásamt öðrum störfum, að gæta fjárins og eins að standa
yfir því á vetrum þegar beitt var. Guðmundur var léttur á fæti og
89