Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 92
göngumaður góður, það kom því oft í hans hlut að vita læknis
ef með þurfti, en langt var að fara, út í Stykkishólm, suður í
Búðardal, eða norður á Hólmavík, stytzt var í Búðardal. Margar
ferðir fór Guðmundur og var oft harðsótt á vetrum. Eitt sinn lá
hann úti í aftakaveðri, þegar röskir menn töldu ófært húsa í milli,
en Guðmund sakaði ekki, hann gróf sig í fönn og lét þar fyrirber-
ast um nóttina, en með birtingu brauzt hann úr skaflinum og náði
til bæja. Þegar Guðmundur var 26 ára gamall, meiddist hann svo
illa, að hann bjó að því alla ævi. Hann var lánaður til aðstoðar
Magnúsi Jónssyni á Heinabergi að sækja matvöru út í Skarðsstöð.
Guðmundur var ókunnugur hestunum og sló einn þeirra hann
svo, að hnéskelin brotnaði, fóturinn bólgnaði mikið, ekki var vitj-
að læknis, en brotin úr hnéskelinni gengu inn í liðinn. Veturinn
næstan á eftir, var Guðmundur lánaður að Tjaldanesi til Bene-
dikts Magnússonar, þar átti hann að vera fjósamaður og hirða
kýrnar, en á útmánuðum veiktist fjármaðurinn, fékk brjóstveiki og
gat ekki verið í heyjum. Tók þá Guðmundur að sér fjármennsk-
una til viðbótar, hátt á annað hundrað fjár og tólf hesta. Mjög
var þetta erfitt fyrir Guðmund, en verst var að bera inn vatn
fyrir allar þessar skepnur.
Um vorið fór Guðmundur norður á Hólmavík til Magnúsar
Péturssonar, er þá var héraðslæknir á Hólmavík. Fyrst hélt Magn-
ús að það væru berklar í fætinum, því hann trúði ekki Guðmundi,
sem hélt því alltaf fram, að um brot væri að ræða. Eftir rúmlega
mánaðar legu á sjúkrahúsinu á Hólmavík kom svo hið sanna í
ljós, þá fóru beinflísar úr hnéskelinni að ganga út undir húðina.
Magnús skar í fótinn og hreinsaði út beinflísarnar, en mun ekki
hafa náð þeim öllum, því Guðmundur kenndi af og til sársauka í
hnéliðnum alla ævi. Ekki tókst betur til með lækninguna en svo,
að fóturinn varð hálf krepptur á eftir og gat það stafað af því
hve lengi dróst að fá læknisaðgerð. Þegar Guðmundur var orðinn
rólfær, fór hann aftur suður að Fagradal, en nú varð hann að
ganga við starf, erfitt átti hann með að vinna, fannst þægilegast að
slá, því þá gat hann dregið sig áfram á orfinu. Guðmundur átti
góða húsbændur, sem aldrei töluðu um þó afköstin væru lítil fyrst
90