Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 96
Nú kannast ekki margir viÖ vinnumannsins vöku,
sem vörðinn dýra stóð um heimilanna getu
og aÖeins héldu jólin meö einu kerti og köku,
en krafta sína alla í fórnarstarfiö létu.
Litnir smáum augum, léðust til að vinna,
en líklegast er pundiö þeirra stœrra en margra hinna.
Hver veit af einstœðingsins œvidaga raunum?
Hver er svo snjall að skilja hans stööu í lífsins tafli?
Hver getur öruggt metiö hans ævistarf að launum?
Hver œtli muni fauskinn í tímans gleymsku skafli?
Hver annar mun þaö vera en alvaldsnáÖin bjarta,
sem einstæöingsins líf gjörir vefja aö sínu hjarta.
Gamli, dyggi þjónn, nú er dagsverkinu lokið
og draumar þínir rœtast, hvar kœrleikslindir streyma.
Þar gengur enginn haltur. Þar andinn laus viö okið
á sér griöastað í fegurö nýrra heima.
Ef sáökorniö er dyggö og sómi í lífsekrunni,
fást sigurlaunin beztu í lokauppskerunni.
Nú kveöjum viö og þökkum gömlum góöum manni
fyrir góðvildina hlýju í orÖi jafnt og verki,
og gleöjumst yfir brottför hans úr bágindanna ranni
til bjartra salarkynna und dyggÖarinnar merki.
GuÖ blessi þig um eilífð og geymi sálu þína,
á guðstrú. þína og von mun kærleiks-sólin skína.
94