Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 99
Helga Soffía Bjarnadóttir frá Drangsnesi:
Bernskuminning: Sigga mín
Ein af ljúfustu bernskuminningum mínum er minningin um
hana Siggu, en ég kallaði hana alltaf Siggu mína. Fullu nafni
hét hún SigríSur Jónasdóttir. Ég, sem nú er að verða sjötíu ára
gömul, mun geyma minningarnar um Siggu mína hreinar og
ógleymanlegar, þar til ég fer í síðasta hvílurúmið. Ég var sjö
ára þegar Sigga mín dó og saknaði ég hennar rnikið á minn barns-
lega hátt. Ég var víst ekki gömul þegar ég vissi að Sigga mín
kunni að segja frá ýmsu skemmtilegu, því hún kunni mjög mikið
af sögum, ljóðum og vísum, en mér þótti svo mikið gaman að
þess háttar.
Sigga mín var mjög vel gefin kona og meðal annars kunni
hún öll lögin við sálmana í Grallaranum, en hún átti Grallarann,
hún var alltaf látin byrja til lesturs þar sem hún var, því bæði
hafði hún góða söngrödd og kunni öll lögin eins og áður er sagt.
Sigga mín giftist aldrei, en var vinnukona alla ævi, hún var
eitt af þessum trúu og dyggu hjúum, sem vildu allt á sig leggja
til hagsbóta fyrir húsbændur sína og heimili þeirra. Einn dreng
eignaðist hún með vinnumanni, en ekki fékk hún að hafa dreng-
tnn hjá sér, heldur var hann tekinn frá henni og látinn á sveit,
eins og það var kallað í þá daga.
Þessi drengur mun hafa átt illa ævi á uppvaxtarárum sínum
°g það svo illa, að hann bar þess aldrei bætur. Þetta var gáfaður
Piltur og mjög vel hagmæltur, ævirímu sína byrjaði hann með
þessari vísu.
97