Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 100
Mín var ævi í byrjun bág
böndum reyfa klœddur
niður settur sveit var á
sama dag og fæddur.
Þegar hann varð fulltíða maður, giftist hann góðri konu, hóf
búskap og tók móður sína til sín, þá leið Siggu minni vel og þá
var það sem ég kynntist henni, því sonur hennar og foreldrar
mínir bjuggu þá á sama bæ.
Þegar heimilisfólkið hallaði sér í rökkrinu, gat ég ekki sofnað,
þá fór ég til Siggu minnar, sem oft sat þá uppi og táði ull eða
prjónaði, þá spurði hún venjulega, langar þig til að heyra sögu
og svo byrjaði hún að segja söguna, um Hring kóngsson, Sigríði
Eyjafjarðarsól, allskonar sögur. Utilegumannasögur, Huldufólks-
sögur, Ævintýrasögur og sögur úr þjóðlífinu, alltaf átti Sigga mín
nóg af sögum, ég held að hún hafi sjálf haft mikla ánægju af
að segja þessar sögur og ekki sízt þegar hún vissi að hún var að
gleðja mig með frásögninni. Stundum breytti hún um og fór með
ljóð, vísur og rímnaflokka, stundum talaði hún um guð og frels-
arann, oft mælti hún þetta af munni fram.
Kristur minn ég kalla á þig
kenndu líka í brjósti um mig.
Einn drottinn ég á þig aS
ekki er annaS mitt forsvar.
Og einnig þetta.
Jesú góði Jesú minn
Jesú bótin meina
Jesú minn x sérhvert sinn
sendu hjálp alleina.
Nokkru áður um vorið sem hún dó, missti manna mín viku
gamlan dreng. O, hvað gamla konan óskaði heitt, að það hefði
98