Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 102
Olöf Jónsdóttir:
Pósturinn
í litlum kofa fyrir norðan bjó lítill karl með kindunum sínum
og kettinum og hundinum.
Flestum fannst hann skrýtinnn og litu heldur niður á hann.
Samt var hann búinn þeim kostum, sem prestarnir hæla mest
í stólræðum.
Hann var ekki hrokafullur eða drambsamur, heldur elskaði
hann allar verur jafnt og ekki hvað sízt dýrin, sem bjuggu með
honum í kofanum. Aldrei hafði hann heyrzt tala illa um nokkurn
mann né skepnu, enda ekki margmáll.
Hann hafði verið þama póstur í byggðarlaginu, svo lengi, sem
menn mundu. Enginn vissi með sanni, hvað hann var gamall-
Ef hann var spurður, brosti hann bara og hristi höfuðið.
Aldur skiptir ekki máli.
Alltaf kom pósturinn á réttum tíma, hvernig sem veður var.
Starfið var vel af hendi leyst. Maðurinn var fátækur og allra
manna minnstur og lítilsvirtastur, hafður jafnvel að háði og
spotti af hinum kristilegu, sem fara í sparifötin á sunnudögum
og sitja með helgisvip í kirkjunni.
Hann fór ekki þangað.
Ekki af því, að hann langaði ekki, heldur vegna þess, að honum
hafði verið hent út vegna fataræflanna, sem hann klæddist,
og lyktarinnar, sem lagði af honum.
En kindurnar hans og hundurinn og kötturinn fengu alltaf
nóg að borða, jafnvel þótt hann sylti stundum sjálfur. Hann var
ekki að hugsa um að græða eins og flestir hinna, hann sóttist
ekki eftir metorðum né hrósi, heldur var hans eina hugsun að
hlúa að.
100