Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 104
Brúðkaupskvæði
Til Jóhönnu Guðmundsdóttur og Bjarna Guðmundssonar. Er
giftu sig 15. október, árið, 1891.
Eftir Herdísi Andrésdóttur.
Hér helgar ástin, allt í dag,
því engan hryggð má þreyta.
Og hér skal glymja gleðilag
°g góða skemmtun veita.
Hér brúðhjón ung, sinn bundu eið,
í brjósti vonar þýðu,
og heita að fylgjast lífs á leið,
í Ijúfri ást og blíðu.
Þótt vonar geislar glitri á hvarm
og gleðin brosi á vanga.
Þið berið máske hulinn harm,
á hólms-svið lífs að ganga.
Því margur tapar dáð og dug,
er drýgja helzt skal þorið.
Og gjörir svo, með hrelldum hug,
að hausti, lífsins vorið.
Þið hafið ekki heimsins auð,
þá hrelldu fáir styðja.
En drottinn góður gefur brauð
þeim, gerir trúr að iðja.
Já, brúðhjón, lífsins leið er myrk,
það löngum gleði rænir.
Því biðjum hann um hjálp og styrk,
sem heyrir allra bænir.
102